Fyrstu mörk og fyrsti sigur Eyjamanna í Grafarvogi

29.Maí'09 | 08:20
Eyjamenn skoruðu sín fyrstu mörk er liðið vann Fjölni í Grafarvogi í kvöld en liðið vann sinn fyrsta leik.
Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta mark í sumar efti fimm mínútna leik. Gauti Þorvarðson fékk boltann fyrir utan teig Fjölnis og gaf boltann til vinstri á Tony Mawejee sem rak boltann inn í teig Fjölnis og skoraði með góðu skoti framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis.

Átta mínútum eftir markið var Tómas Leifsson í dauðafæri. Gunnar Már Guðmundsson skallaði boltann niður á Tómas sem skaut en varnarmenn ÍBV komust fyrir skotið.

Á 17. mínútu fékk Bjarni Rúnar Einarsson leikmaður ÍBV að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Tómasi sem var kominn einn í gegn. Garðar Örn Hinriksson sem er þekktur fyrir sín rauðu spjöld lyfti spjaldinu. Brotið var rétt fyrir utan teig og Vigfús Arnar tók spyrnuna sem Eyjamenn komust fyrir.

Þegar sautján mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Guðmundur Karl Guðmundsson gott færi en hann var einn á móti Alberti Sævarssyni en skot hans fór framhjá.

Einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks átti Ásgeir Aron hörkuskot að marki ÍBV en eftir að Albert Sævarsson missti boltann þá komu Eyjamenn boltanum i burtu.

Þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komust Eyjamenn tviemur mörkum yfir þegar Ajay Leitch Smith sem skoraði með góðu skoti eftir að hafa leikið á tvo leikmenn Fjölnis. Andri Ólafsson ætlaði fyrst að senda fram völlinn en boltinn fór sirka 10 metra upp í loftið, Pétur Runólfsson tók st að hjalda boltanum og gaf á Ajay sem skoraði.

FImm mínútum eftir mark Eyjamanna skoruðu þeir sjálfsmark en það var Andrew Mwesigwa sem skoraði í eigið mark. Guðmundur Karl skaut að marki ÍBV og ætlaði Andrew að fara fyrir boltann en boltinn fór í markið, Albert var á leið í hornið sem skot Guðmundar var í.

Þegar 65. mínútur voru búnar skoruðu Eyjamenn sitt þriðja mark, Matt Garner átti fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Andra Ólafssyni sem skoraði. Annað mark Eyjamanna tveimur færum.

Þegar fjórtán mínútur voru eftir af leiknum fengu Eyjamenn þrjú góð færi í röð. Yngvi Borgþórsson fékk það besta en skoraði ekki líkt og aðrir.

Á lokamínútu leiksins fékk Tony Mawejje tvö gul spjöld og þar með rautt en þetta var annað rauða spjald ÍBV.

Tveimur færri náðu Eyjamennnn að halda út og innbyrða sinn fyrsta sigur.

Andri Ólafsson og Tony Mawejje voru bestir hjá ÍBV en hjá Fjölni var enginn sem stóð upp úr.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.