Heggur sá er hlífa skyldi

26.Maí'09 | 13:03

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Þar sem fyrirtækið Eyjasýn er nú farið að sækja Fréttir í DV sem af réttu nýtur minnst trausts allra fjölmiðla á Íslandi samkvæmt skoðunakönnunum teljum við mikilvægt að eftirfarandi komi fram.
Við undirrituð komum ekki á neinum stigum að ráðningu á forstöðumanni og umsjónarmanni í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.  Rétt eins og með þau fjöldamörgu störf sem ráðið hefur verið í á yfirstandandi kjörtímabili þá voru þessi störf auglýst af framkvæmdarstjóra sem síðan annaðist ráðningu í þau án aðkomu bæjarfulltrúa.  Ráðningasamningar komu síðan til kynningar í bæjarráði án nokkurrar staðfestingar eða samþykkis, rétt eins og vant er.  Hvergi var því þörf á, né gafst ráðrúm til að víkja sætis vegna þessara ráðninga. Það verður að teljast götóttur málflutningur hjá V-lista að gagnrýna annarsvegar málmeðferð vegna þess að ekki hafi verið fjallað um ráðningar á pólitískum vettvangi og gagnrýna um leið fólk fyrir að víkja ekki sæti þegar fjallað er um málið á pólitískum vettvangi. 

Allur ferill þessara ráðninga var í samræmi við starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar og þannig unnin eftir nákvæmlega sömu forskrift og aðrar ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ. Það vita talsmenn V - listans.

Ráðningar á skyldmennum orka sjálfsagt ætíð tvímælis.  Hjá slíku verður þó vart komist í litlu bæjarfélagi þegar bæjarfulltrúar eru fæddir og uppaldir á viðkomandi stað.  Flestir hafa sem betur fer skilning á því.  Rétt er að ítreka það sem áður hefur komið fram að í tilefni föður bæjarstjóra þá er þar um að ræða starfsmann sem er að fara úr starfi forstöðumanns í starf undirmanns eftir störf hjá Vestmannaeyjabæ frá 1967.  Einnig skal á það bent að í starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar segir "Vestmannaeyjabær vill stuðla að því að þegar starfsfólk eldist eigi það kost á að færa sig í minna krefjandi störf og minnka við sig starfshlutfall." Vilji V - listi að það eigi ekki við um skyldmenni bæjarstjóra þurfa þeir að leggja slíkt fram.  Þangað til mun það sama gilda um þá og aðra starfsmenn.

Enginn sem um málið hefur fjallað hefur vísað til þess að hæfustu umsækjendurnir hafi ekki verið valdir til starfa og hlýtur það að segja meira um málið en flest.

Minnihluti V - lista og ákveðinn álitsgjafi hafa haldið þessari umræðu hátt á lofti í Vestmannaeyjum.  Ekki í eitt einasta skipti hafa bæjarfulltrúar V-lista rætt þessi mál, óskað eftir gögnum, lagt til aðra málsmeðferð eða fundið að verkferlum utan opinna funda í bæjarstjórn. Það er þeim til mikils vansa og ekki takt við þeirra vinnulag.

Þeir sem talað hafa á þeim nótum sem birtast í veffrétt DV hefur nú tekist að koma Vestmannaeyjum á ný í þann miðil.  Það teljum við slæmt.  Það sem verra er að heimildir okkar herma að hvatinn að þessum leiðindaskrifum DV sem skaðleg eru fyrir Vestmannaeyjar koma frá Vestmannaeyjum og heggur þar sá er hlífa skyldi.

Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi
Páley Borgþórsdóttir, bæjarfulltrúi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.