Fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum liggja fyrir

26.Maí'09 | 11:01

Lögreglan,

Eins og í vikunni á undan var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni.  Að vanda þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki undir áhrifum áfengis við skemmtistaði bæjarins en án allra eftirmála.
Þann 20. maí sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys um borð í Vestmannaey VE þar sem skipið var að veiðum við Vestmannaeyjar. Einn skipverjanna hafði fengið svokallaða stroffusilgju í höfuðið þegar verið var að taka trollið inn. Ekki reyndist um alvarlega áverka að ræða en ákveðið var að sigla í land til að koma manninum til læknis. Maðurinn var með öryggishjálm og hefur hjálmurinn eflaust bjargað því að ekki fór verr.

Aðfaranótt 23. maí sl. var lögreglu tilkynnt um eld við hurð að húsi við Brimhólabraut og var slökkviliðið í framhaldi af því ræst út. Þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn hafði nágranni náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Talið er að eldsupptök hafi verið út frá sígarettu en einn íbúi hússins hafði skömmu áður verið að reykja þarna fyrir utan. Ekki var um mikið tjón að ræða.

Alls liggja fyrir fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum og er m.a. um að ræða kærur þar sem ökumenn sinntu ekki stöðvunarskyldu og ólöglega notkun þokuljósa.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en ekið var utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðaplaninu við Krónuna. Ekki var um mikið tjón að ræða og engin slys á fólki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.