Elliði Vignisson: Guð forði okkur frá pólitískum ráðningum

26.Maí'09 | 15:06
„Hann karl faðir minn er búinn að starfa hjá bænum síðan árið 1967, eða tveimur árum áður en ég fæddist. Þannig ég kom nú ekki beint að ráðningunni hans," segir bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, en minnihlutinn hefur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir óeðlilegar ráðningar í íþróttamiðstöð bæjarins.
Það var eiginmaður Páleyjar Borgþórsdóttur sem er formaður bæjarráðs, sem var ráðinn og svo faðir Elliða sem gegnir starfi umsjónarmanns í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

Páll Scheving, oddviti V-listans í Vestmannaeyjum gagnrýndi Elliða og Páleyju fyrir að víkja ekki af fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar þegar ráðningarnar voru ræddar.

Þessu vísar Elliði alfarið á bug og segir að stjórnmálamenn samþykki ekki ráðningar bæjarstarfsmanna. Þeir séu ráðnir á faglegum forsendum.

„Guð forði okkur frá því að við förum að íhlutast í ráðningu þeirra 550 starfsmanna sem eru hjá bænum," segir Elliði sem sá enga ástæðu til þess að víkja af fundi bæjarráðs þar sem listar með starfsmönnum voru til kynningar ekki til samþykktar.

„Listarnir eru ekki samþykktir af okkur," segir Elliði og vill meina að ekki fari fram efnisleg meðferð á málinu.

Við þetta bætir Elliði að störfin hafi verið auglýst. Að hans sögn voru hæfustu umsækjendurnir ráðnir til starfanna og um það sé ekki deilt. Þá bendir hann jafnframt á það að faðir hans hafi verið yfirmaður hjá bænum en sé nú húsvörður hjá íþróttamiðstöðinni. Hann hafi sótt um starfið vegna meiðsla sem hann hlaut fyrir nokkru. Þar af leiðandi sé eingöngu um tilfærslu í starfi að ræða.

V-listinn gagnrýnir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sérstaklega fyrir að hafa ekki lagt ráðningasamning við forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar sérstaklega fyrir fagráð. Í samþykktum bæjarins standi að svo beri að gera sæki einstaklingar um yfirmannastöður stofnanna.

Elliði vísar gagnrýninni á bug og segir forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar alls ekki yfirmann.

„Hann er ekki yfirmaður í þeim skilningi," segir Elliði og því hafi ekki verið ástæða til þess að leggja ráðningasamninginn sérstaklega fyrir fagráð.

Hann segir málið allt lykta af pólitískum brögðum og vill meina að þarna sé V-listinn að reyna skapa sér sérstöðu en aðeins ár er í sveitastjórnakosningar.

Að lokum, til þess að taka af allan vafa, þá segir Elliði að hann hafi á engan hátt stýrt þessum ráðningum. Slíkt sé ekki hlutverk stjórnamálamanna.

Hann segist þó hafa skilning á því að það sé alltaf umdeilt þegar ættingjar eða nákomnir stjórnmálamönnum séu ráðnir til starfa, „en við búum í litlu samfélagi og öll mín ætt er hérna í bænum. Það væri ósanngjarnt að láta þau öll líða fyrir fjölskyldutengslin," segir Elliði.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.