Eyjamenn óttuðust vatnsskort meira en ræningja og glímur við sjóinn

25.Maí'09 | 08:10

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á vefsíðunni heimaslóð.is er að finna margvíslegan fróðleik um lífið í Vestmannaeyjum. Þar segir m.a. um vatnið: „Þrátt fyrir miður skemmtilegar heimsóknir ræningja, hættulegar glímur við sjóinn og kúgun í gegnum aldirnar hafa Vestmannaeyingar óttast vatnsskort hvað mest.“
Árið 1933 var lokið við gerð sjóveitu, en fyrir þann tíma hafði sjór til fiskþvotta verið tekinn beint úr höfninni. Sjórinn var oft tekinn á sömu stöðum og útrennsli var í sjó og var því ekki boðlegur til vinnslu en þó notaður.

Vatnsbólin á Heimaey dugðu engan veginn til að leysa vatnsþörfina og þá var einnig vandi að varðveita neysluvatnið. Regnvatni var safnað eftir föngum, bæði af þökum og með segldúkum. Upp úr aldamótum 1900 hófu menn að setja brunna við hús sín. Eftir 1925 var gert að skyldu að byggja vatnsbrunna við hús og árið 1929 kom í fyrsta sinn fram tillaga um borun eftir vatni. Regnvatnið hafði slæm áhrif á tennur og líkama fólks enda var regnvatnið snautt af nauðsynlegum steinefnum. Þá var brunnvatnið bæði óhreint og litað, sótugt af olíu- og kolareyk og einnig báru fuglar óhreinindi og drituðu á þökin, eins og segir á www.heimaslod.is

Vatnið var munaðarvara
Eftir seinni heimsstyrjöldina var oft borað eftir vatni, án árangurs. Aðeins sjór kom upp. Voru þá orðin vandræði vegna fiskiðnaðar, þrátt fyrir notkun á hreinsuðum sjó úr sjóveitu. Aska féll á húsþök í Heklugosi 1947 og Surtseyjargosi 1963 og gerði safnvatnið af þökunum ódrykkjarhæft.

Vatn var munaðarvara og varla mátti dropi fara til spillis. Það hefur fylgt Vestmannaeyingum að fara vel með vatn og fyrir rennandi vatn úr krana er ávallt lokað. Boranir skiluðu ekki árangri og góð ráð voru dýr, m.a. komu fram hugmyndir um að nota kjarnorku til að framleiða neysluvatn en að lokum voru tvær leiðir eftir: Eiming sjávar og leiðsla frá landi.

Árið 1965 var tillaga um vatnsleiðslu borin upp á fundi bæjarstjórnar. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum. Vatnsleiðslurnar voru lagðar árin 1968 og 1971 upp á Landeyjasand. Lengd leiðslnanna er 22,5 km.

Lagnir á landi hafa verið endurnýjaðar og í fyrra var ný vatnslögn frá Landeyjarsandi tekin í notkun. Kostnaður við hana nam um 1,2 milljörðum. Lögnin er eign bæjarins en er leigð Hitaveitu Suðurnesja til 30 ára.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.