Sparisjóðurinn sem er fjármálastofnun hefur tapað gríðarlegum fjármunum uppá síðkastið.

22.Maí'09 | 16:32

Eyverjar

Eyverjar F.U.S. vilja vara bæjastjórn Vestmannaeyjabæjar við fyrirhuguðum áformum sínum um að leggja til 100 milljóna króna fjárveitingu til Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2007 kemur fram að eiginfjár staða hafi verið 1.848 milljónir króna. Þá höfðu stofnfjárbréf gengið kaupum og sölum milli aðila á upphæðum á bilinu 20-40 milljónir hvert bréf.

Þann 21. mars síðastliðin hafði Sparisjóðurinn hinsvegar óskað eftir fjárframlagi úr ríkissjóði ásamt sex öðrum illa stöddum sparisjóðum í landinu.

Áhættufjárfesting

Samkvæmt undantöldum atriðum má því telja að þær 100 milljónir sem bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrirhugi að reiða fram til Sparisjóðsins sé umtalsvert áhættufé.

Það verður að teljast ótrúlegt að bærinn sjái sér fært að taka áhættu með slíka fjármuni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu.

Hlutverk bæjarins

Á fáum árum hefur Vestmannaeyjabær færst úr hópi verst settu sveitarfélaga á landinu í hóp þeirra sem betur standa. Þessi árangur hefur náðst með hagræðingaraðgerðum og réttri ákvarðanatöku í fjármálastjórnun bæjarins.

Eyverjar telja þetta inngrip bæjaryfirvalda óheillaskref sérstaklega í ljósi þess að bærinn hefur dregið lappirnar í mikilvægum málum á borð við dagvistun barna sem er grunnþjónusta hvers sveitarfélags.

Mismunun

Fjárfesting sem þessi getur orkað tvímælis við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þar sem fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum sitja ekki öll við sama borð. Fjölmörg fyrirtæki hér í bæ hafa átt við rekstarerfiðleika að stríða í gegnum tíðina og ýmist farið á hausinn eða þurft að minnka við sína starfsemi. Fjölmörg þeirra hafa einnig unnið sig úr þeim erfiðleikum án þess að bærinn kæmi færandi hendi með skattfé bæjarbúa.

Eyverjar félag ungra sjálfstæðismann í Vestmannaeyjum
www.eyverjar.is

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.