Aðdáendur Manchester United í eyjum kunna að fagna titli sinna manna

20.Maí'09 | 09:04
Eins og alþjóð veit þá varð Manchester United Englandsmeistari í fótbolta síðastliðinn laugardag en liðið hefur spilað frábærlega í vetur og vinnur brátt meistaradeildina einnig.

Aðdáendur Manchester United í Vestmannaeyjum eru fjölmargir og nokkrir þeirra hittast í sundlauginni á hverjum morgni til að ræða heimsins málefni. Á mánudaginn síðasta var meistaratitli Manchester United fagnað í heitu pottunum með kampavíni og svo seinna um daginn var terta og fílsegg hjá Mara í Miðstöðinni.

Þeir sem tóku þátt í fögnuðinum segja að lítið sem ekkert hafi sést til Liverpool manna frá því á laugardaginn enda náði liðið þeirra aldrei að ógna Man Utd af einhverju ráði í vetur þó svo að þeir hafi endað í öðru sæti.

Fleiri myndir má skoða hér

Hér má sjá leikmenn Man Utd taka á móti bikarnum um helgina:

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.