Fyrningarleiðin bitnar hvað harðast á smábátaflotanum

18.Maí'09 | 13:24

Vestmannaeyjahöfn

Stjórn Landssambands smábátaeigenda mótmælir harðlega fyrningarleið ríkisstjórnarinnar að því er fram kemur í ályktun sem stjórnin hefur sent frá sér. Þar segir að innköllun veiðiheimilda bitni hvað harðast á smábátaflotanum.

Ályktunin fer hér á eftir í heild sinni:

Fundurinn mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að ætla að innkalla veiðiheimildir. Sú aðferð mun bitna hvað harðast á smábátaflotanum og er algert stílbrot við önnur atriði stjórnarsáttmálans um atvinnuuppbyggingu og skuldastöðu fyrirtækja. 

Í einföldustu mynd blasir við að tekjuhlið smábátaútgerðarinnar er skert á sama tíma og skuldirnar standa óbreyttar. Smábátaeigendur hafa ekki á mörg mið að róa.  Þeir eru að mestu bundnir sínum heimabyggðum.

Langflestir smábátaeigenda eru sjálfir að róa bátum sínum. Þeir hafa í mörgum tilfellum skuldsett sig við kaup á veiðiheimildum til að mæta þeim aflaskerðingum sem stjórnvöld hafa lagt á að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Að auki hafa margir þeirra skert laun sín til að byggja upp fyrirtækin.

Þúsundir fjölskyldna í landinu treysta á rekstur þessara litlu fyrirtækja.  Fyrningaleið er ekki leið til sátta um sjávarútvegsmálin. Þar verður annað að koma til og lýsir fundurinn yfir vilja félagsins til að leita slíkra leiða.

Fundurinn fagnar ýmsum þeim atriðum sem fram koma í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar. Allt frá stofnun Landssamband smábátaeigenda hefur félagið bent á mörg þeirra atriða sem þar er lögð sérstök áhersla á. Þar á meðal eru umhverfisáhrif veiðarfæra, orkunotkun til fiskveiða og friðun strandsvæða fyrir botnvörpu- og dragnótaveiðum. 

Fundurinn fagnar áformum um frjálsræði til handfæraveiða. 

Á sama tíma mótmælir stjórn Landssambands smábátaeigenda þeirri aðferð að nota til þess byggðakvótann og skorar fundurinn á stjórnvöld að úthluta honum nú þegar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%