Marshall-svipan lemur á útgerðarmönnum

15.Maí'09 | 10:00

Róbert Marshall

Róbert Marshall, nú þingmaður Samfylkingarinnar fer mikinn í pistli sínum í vikunni þar sem hann setur svipuna á loft og lætur höggin dynja á þeim sem ekki eru tilbúnir að hlýða boðum Samfylkingarinnar um hina svokölluðu fyrningarleið.
 

Róbert, sem áður var einn af fjölmörgum „hlutlausum og faglegum" einstaklingum úr fjölmiðla- og háskólasamfélaginu en endaði upp á fjöruborðinu á þingi fyrir Samfylkinguna, veit sem er að þegar kemur að sjávarútveginum má segja allt og engum hlífa enda eru það bara sálarlausir menn sem stundað hafa útgerð hér síðustu ár.

„Það mun ekki detta stígvél í sjóinn næstu misserin án þess að það sé sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar að kenna, að mati hagsmunaaðila í sjávarútvegi," skrifar Róbert í pistli sínum og sakar Sjálfstæðisflokkinn í Vestmanneyjum um lygar en í nýlegu málgagni flokksins kemur fram að það hefði verið Samfylkingin með Ástu Ragnheiði og Sighvat Björgvinsson í broddi fylkingar sem barðist gegn dreifðri eignaraðild að bönkunum auk þess sem engin hefði hagnast meira á eftirlaunafrumvarpinu en Steingrímur J. Sigfússon.

Hvoru tveggja er reyndar rétt en Róbert, sem eitt sinn þurfti að segja starfi sínu lausu fyrir að ætla sér að breyta sögunni, segir þetta lygar og vill væntanlega breyta þessum sögum líka.

En það sem er þó mest athyglisvert við pistil Róberts er að hann skrifar greinina augljóslega í miklum pirringi. Hann er pirraður og reiður yfir því að útgerðarmenn, sem flestir hafa lagt ævistarf sitt að veði, skuli ekki bara beygja á kné þegar boðin koma frá Samfylkingunni.

Þótt pistill Róberts sé ekki upp á marga fiska er hann að mörgu leyti upplýsandi því hann opinberar hugsunarhátt Samfylkingarinnar í garð útvegsmanna hér á landi.

Það fer mikið í taugarnar á Róbert (og væntanlega Samfylkingunni almennt) að LÍÚ skuli ekki bara þegja á sama tíma og núverandi sósíalistastjórn boðar stefnu sem mun svipta þá ævistarfinu. Á meðan hagsmunastamtök útgerðarmanna mótmæla því að verða settir undir fallöxina saka þingmenn Samfylkingarinnar þá um áróðursstríð!

„Sumir kaupa áróðurinn en spyrjum að leikslokum. Honum verður svarað, það má LÍÚ vita," skrifar Róbert í hótunartón.

„Það verður lagður grunnur að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili. Þetta er að mínu mati sögulegur áfangasigur í baráttunni gegn mesta ranglætismáli í sögu þjóðarinnar og í samræmi við meirihlutavilja Íslendinga." - hvorki meira né minna.

Með öðrum orðum: Við ætlum að grafa undan ykkur, taka til okkar það verk sem þið hafið unnið á síðustu árum og að lokum setja ykkur á hausinn. Það má LÍÚ vita. Og ef þið haldið ykkur ekki saman og beygið ykkur undir þetta þá mætum við ykkur að fullri hörku.

Þetta er Nýja Ísland í dag!


Gísli Freyr er stjórnmálafræðingur og blaðamaður.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is