Hrunið eins og eyjagosið

14.Maí'09 | 14:48

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, líkti fjármálahruninu við Vestmannaeyjagosið veturinn 1972-1973 á árlegum SFF-degi Samtaka fjármálafyrirtækja í dag. Sagði hann að líkt og með gosið muni allir núlifandi Íslendingar alltaf muna hvað þeir voru að gera þennan vetur. Vonast hann til þess að Íslendingar taki á sínum málum nú líkt og Vestmannaeyingar gerðu á sínum tíma. Hafi þeir ekki lagt árar í bát, heldur snúið heim aftur, mokað ösku af húsþökum og hafist handa við endurbyggingu.

„Nútímasamfélag þrífst ekki án fjármálaþjónustu og því var til þeirra aðgerða gripið, sem gert var í haust. Nauðsynlegt þótti að tryggja áframhaldandi bankaþjónustu og greiðslumiðlun og með miklu átaki Seðlabanka og fjármálafyrirtækja og starfsmanna tókst það. Eiga þeir hrós skilið fyrir það," sagði Steingrímur.

Ekki allir undir sama hatt

Sagði hann mikilvægt sé að ekki séu allir starfsmenn í fjármálageiranum settir undir sama hatt þótt einhverjir stjórnendur hafi hagað sér á gagnrýniverðan hátt. Mistökin séu til þess að læra af þeim en ekki bara til að sýta þau. Menn hafi lært mikið um hvernig ekki eigi að haga skipulagningu fjármálakerfis og rekstri fjármálafyrirtækja.

Vildi hann ekki nefna neinar tímasetningar um hvenær endurfjármögnun viðskiptabankanna ljúki, en sagðist vonast til að það gerðist innan tíðar. Sagði hann að viðskiptaráðherra muni leggja fram frumvarp sem innihalda mun reglur um þessa endurfjármögnun, en það frumvarp hafi verið unnið af viðskipta- og fjármálaráðuneytum saman.

Segir hann að á næstu mánuðum og misserum muni þurfa að fara fram hagræðing og endurskipulagning á íslensku fjármálakerfi. Endurskipulagningin verði til góðs og til bóta horfir þegar allt opinbert eftirlit og regluverk mun fara undir eitt ráðuneyti, efnahagsráðuneyti.

Siðferðileg rök

Háir stýrivextir og gjaldeyrishöft eru hlutir sem Íslendingar þurfa að vinna sig frá, enda séu þau mjög íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Mikilvægt sé að stýrivextir lækki hratt og að fjármálastofnanir nýti þær aðstæður sem þannig skapist til að örva atvinnulífið.

„Stjórnvöld þurfa að leggja sitt af mörkum við sköpun þess konar umhverfis sem styður við uppbyggingu. Grundvallaratriði er að ná jafnvægi í ríkisrekstri, enda eru fyrir því ekki aðeins hagfræðileg rök heldur einnig pólitísk og siðferðileg. Sú kynslóð, sem bar ábyrgð á ósköpunum á að taka á sig byrðarnar en ekki leggja þær á komandi kynslóðir."

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).