Að leggja byggðir landsins í rúst ?

14.Maí'09 | 15:58

Jórunn

Enn fer af stað umræðan um fyrirhugaðar breytingar á kvótakerfi okkar Íslendinga í formi hræðsluáróðurs sem einkenndi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokks fyrir síðustu Alþingiskosningar. Hræðsluáróður búinn til af ráðandi öflum í bæjarfélaginu.

Fyrning
Enn á ný kemur upp sama fyrirsögnin og áður um að fyrirtækin fari á hausinn eftir nokkur ár ef fyrningarleið verði að veruleika. Hafa hagsmunaaðilar í raun og veru ekki trú á því að málið verði skoðað í þaula og tekið verði tillit til aðstæðna og varlega stigið til jarðar? Erum við kannski ekki enn sannfærð um að hér á landi geti stjórnmálaöfl starfað af sanngirni en ekki með sérhagsmuni fárra að leiðarljósi? Það er kannski þar sem hundurinn liggur grafinn. Þá hlýtur að teljast undarlegt að hugmyndir sem myndu hugsanlega lúta að því að tryggja óframseljanlegan kvóta í byggð séu gerðar tortryggilegar. Sérstaklega þegar hægt er, við núverandi aðstæður að selja kvótann burt úr byggðinni hið fyrsta detti einhverjum það í hug. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum þó breytingar verði gerðar á kvótakerfinu.

Vinstri stjórn
Í fyrsta sinn í sögunni hefur tekist að mynda meirihluta á Alþingi án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Það er gríðarlegt fagnaðarerindi fyrir okkur öll. Þjóðin er tilbúin og við sem höfum áhuga, kjark og þor til að sinna þessum málum fyrir þjóðina okkar erum svo sannarlega tilbúin.

Framundan er erfitt tímabil. Við þurfum hvert og eitt að vera reiðubúin til þess að leggja okkar að mörkum til að hér geti orðið til það fyrirmyndarsamfélag sem við kjósum að búa við. Þar sem samfélagsleg ábyrgð og réttlæti er haft að leiðarljósi.

Markmiðin eru háleit og skrefin mörg. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta gerist ekki í einu vetfangi og að margar hendur vinna létt verk. Blómlegt samfélag og mannauður Hér í Vestmannaeyjum þrífst gríðarlega blómlegt samfélag sem samanstendur af fjölbreyttu atvinnulífi og ómetanlegum mannauði. Við höfum yfir að ráða öflugum menntastofnunum og þekkingasetri. Hér er staðsett sjúkrahús og heilsugæsla, gríðarlega vel tækjum búin, elliheimili og sambýli svo fátt eitt sé nefnt. Hér er fjölbreytt verslun og önnur þjónusta, bæði opinber og einkarekin. Allt þetta og miklu meira höfum við sem hreina viðbót við sjávarútveginn og fyrirtækin sem tilheyra þeirri atvinnugrein. Við höfum alla burði til að sækja fram á mörgum sviðum án þess að verið sé að gera lítið úr öðrum atvinnugreinum. Ég líkt og aðrir geri mér fulla grein fyrir því að sjávarútvegur er okkur mikilvægur. Mér þykir bara sárt að aðrar atvinnugreinar og störf sem unnin eru hér í Eyjum virðast gleymast í látunum í kringum kvótann.

Ég ætla að ljúka þessu með því að leyfa mér að segja að það sé óskhyggja að halda því fram að allir Vestmannaeyingar séu hlynntir óbreyttu kvótakerfi.

Enda gerast hlutirnir hér í Eyjum bæði fyrir ofan og neðan Strandveg.

Bestu kveðjur
Jórunn Einarsdóttir 2.varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).