Blikar unnu í Eyjum og eru með sex stig

13.Maí'09 | 21:22
Breiðablik lagði ÍBV að velli, 1:0, í fyrsta leiknum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.
Breiðablik er þá komið með sex stig eftir tvo fyrstu leikina en ÍBV hefur tapað báðum sínum leikjum og á eftir að skora mark. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika á 52. mínútu. Eyjamaðurinn Andrew Mwesigwa fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Tonny Mawejje, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ajay Leight-Smith, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Chris Clements, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Árnason, Elías Ingi Stefnisson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni K. Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Alfreð Finnbogason, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Hrafn Ingason, Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Sigmar Ingi Sigurðarson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.