Segja borgina vilja Eyjagóssið

12.Maí'09 | 08:07

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

„Margir hafa það á tilfinningunni að nú þegar Reykjavík hefur tæmt skuldabréfabikarinn þá eigi að seilast í verðmæti landsbyggðarinnar," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, eftir opinn fund bæjarstjórnar í gær til að ræða áform stjórnvalda í sjávarútvegsmálum.

Þangað komu fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Meðal annars mættu fulltrúar fiskverkafólks, sjómanna, skipstjórnenda, vélstjóra, útgerðarmanna og fiskverkenda.

„Allir töluðu einum rómi um að fyrningarleiðin væri feigðarflan fyrir sjávarútveginn sem einkenndist af vankunnáttu þeirra sem að henni standa." Harðorð ályktun gegn fyrningarleiðinni var sett saman og send Jóni Bjarnasyni, nýskipuðum sjávarútvegsráðherra, en Elliði segist vongóður um að hann sjái að sér.

„Formaður verkalýðsfélags hér í bænum orðaði þetta svona „ég hef trú á manninum þannig að ég trúi því ekki að álíka heimska nái fram að ganga".

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is