Nágranni krefst þess að þaggað verði niður í hananum þannig að svefnfriður fáist

11.Maí'09 | 17:30

Lögreglan,

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og rólegt yfir skemmtanalífinu.  Þó þurfti lögreglan að aðstoða fólk sem hafði fengið sér heldur duglega neðan í því. 

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á loftnetssnúru sem skorði hafði verið á, aðfaranótt 4. maí sl.  Talið er að maður sem var gestkomandi í húsinu hafi skorið á snúruna eftir að honum hafði verið vísað út, en gleðskapur hafði verið í húsinu.  Hins vegar liggur ekki fyrir hver þetta var sem vísað var út þar sem húsráðandinn þekkti hann ekki.

Enn er kvartað yfir hananum sem haldið hefur vöku fyrir nágrönnum sínum og liggur núna fyrir kæra vegna brota á lögreglusamþykkt Vestmannaeyja um búfjárhald.  Kærandinn kvaðst vera búinn að fá nóg af ónæðinu og krefst þess að þaggað verði niður í hananum þannig að svefnfriður fáist.

Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var stöðvaður sl. fimmtudag grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.   Þá voru þrír ökumenn sektaðir fyrir að akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt í akstri. 

Þar sem sumarið er í nánd vill lögreglan foreldra og forráðamenn barna að fara yfir reglur varðandi reiðhjól með börnum sínum.  Sérstaklega vill lögreglan hvetja til notkunar hjálma við hjólreiðar því sannað er að þeir geta komið í veg fyrir alverleg höfuðmeiðsl.   Þá er rétt að minna á að börn yngra en 7 ára mega ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.