ÍBV og Eimskip í samstarf

8.Maí'09 | 09:25
Knattspyrnudeild ÍBV og Eimskip hafa skrifað undir samstarfssamning fyrir keppnistímabilið 2009. Þrátt fyrir að skrifað sé undir nú í byrjun maí hefur samningurinn verið í gildi frá því í vetur og reynst ÍBV mjög vel.
Á erfiðum tímum í efnahagslífi Íslendinga getur það reynst íþróttafélögum erfitt að finna styrktaraðila og vill knattspyrnudeild ÍBV þakka þeim Gylfa Sigfússyni og Bjarka Guðnasyni hjá Eimskip sérstaklega fyrir jákvæða nálgun á verkefninu sem skilar sér í þessum samning sem er jákvætt og mikilvægur þáttur í íþrótta og forvarnarstarfi í Vestmannaeyjum. Eimskip styrkir félagið umtalsvert hvað varðar ferðatilhögun, m.a. yngri flokka.

Merki Eimskips mun vera framan á búningum meistaraflokks félagsins í sumar. Eins mun merki félagsins vera áberandi á Hásteinsvelli í sumar.
Samningurinn er til eins árs.

Á myndinni má sjá Gylfa Sigfússon forstjóra Eimskips og Sigursvein Þórðarson formann knattspyrnuráðs ÍBV handsala samninginn en fyrir aftan eru leikmenn ÍBV: f.v. Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Albert Sævarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Augustine Nsumba í nýjum búningum liðsins.


Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%