Vestmannaeyjabær leggur fram lausnir v/ skorts á leikskólaplássum

7.Maí'09 | 11:38
Í gærkvöldi var haldinn fjölmennur fundur í sal Hamarsskólans um leikskólamál bæjarins um 100 þáttakendur voru mættir sem samanstóð af foreldrum og leikskólakennurum. Þar voru kynntar hugmyndir og úrræði Vestmannaeyjabæjar til að bregðast við aukinni fjölgun íbúa í Vestmannaeyjun og þar af leiðandi við skorti á leikskólaplássi.
Stefna Vestmannaeyjabæjar er að leitast við að bjóða öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss og er það miðað við inntöku á hausti. Staðan í dag er þannig að það eru um 50 börn á biðlista en 34 börn af þessum 50 hafa fengið boð um leikskólavist í sumar, ef að Vestmanneyjabær myndi ekki gera neitt væru 16 börn sem kæmust ekki inn á leikskóla í haust.

Úrræðin sem Vestmannaeyjabær færði fram í gærkvöldi voru eftirfarandi:
• Að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn við Hamarskóla
• Að bjóða upp á fleirri pláss á Sóla fyrir yngstu börnin

Fram kom á fundinum að 5 ára deildin sé einn hagkvæmasti kosturinn til frambúðar og er þá verið að horfa á önnur sveitafélög sem hafa nú þegar tekið þetta skref, einnig er litið á þessa deild sem tækifæri til að þróa starfið frekar og auka valfrelsi og þjónustu við börn.

Megin niðurstaðan með 5 ára deildina er að hún verður rekinn eins og leikskóli þrátt fyrir að vera í Hamarskólanum og ber þá helst að nefna:
• Að skjólastjóri er ábyrgur fyrir allri starfsemi innan skólans, en deildarstjóri stýrir 5 ára deildinni og aðrir starfsmenn skulu vera leikskólakennarar.
• Að 5 ára deildin ber sömu gjaldskrá og leikskólarnir
• Að deildin sé valfrjáls, þ.e.a.s. að foreldrar 5 ára barna er ekki skylt að senda börnin sín þangað, reglan fyrstir koma fyrstir fá gildir en ljóst er að deildin myndi rýma alla 5 ára krakka í Vestmannaeyjum eins og staðan er í dag.
• Að bílastæðaaðgengi við Hamarskóla verði bætt og að um svipaða vegalengd verði frá bílastæði að inngangi skólans, líkt og er í öðrum leikskólum
• Að það verði ekki afgirt svæði fyrir krakkanna til að byrja með, börn og starfsmenn verði í gulum vestum. Ef að óafgirt svæði verður vandamál þá verður svæðið girt af.
• Að börnin fái morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu eins og í hinum leikskólunum.
• Að það eru 3 stórar skólastofur tiltækar fyrir 5 ára deildina og myndi það rýma hátt í 60 börn, hver stofa er 54,3m2 fyrir utan salerni og ganga
• Að 2004 árgangurinn samanstendur af 48 börnum í dag. Aðeins verða nýttar jafnmargar stofur og þörf er á.
• Að opnunartími deildarinnar verði sá sami eins og á hinum leikskólunum.
• Að opnunartími deildarinnar fylgi leikskóladagatali en ekki grunnskóladagatali, þá er átt við frídaga og slíkt.

Aðrir hlutir sem komu fram á fundinum er að Vestmannaeyjabær vill leggja sig allan fram við að þjónusta íbúa sína og segir það algjört grundvallaratriði að koma leikskólamálum í réttan farveg og bregðast við þessari jákvæðri íbúafjölgun í Eyjum. Einnig kom það fram að með opnun 5 ára deildar á Hamarskóla væri ekki verið að minnka starfsemi á núverandi leikskólum heldur væri þetta bara hrein viðbót.

Nú er hugmyndafræðin kominn á borðið en hvort að þetta leysi skort á leikskólaplássum stendur og fellur með því hvernig foreldrar 5 ára barna taka þessari nýjung enda er 5 ára deildin valfrjáls og ef að það eru fáir sem vilja prófa þessa nýju deild gefur það augaleið að það losna færri pláss á núverandi leikskólum, en óstaðfestar heimildir eyjar.net segja til um að nú þegar hafi foreldrar um 20 barna sýnt þessu áhuga og ef að það er raunin, mun rísa hér kærkominn viðbót við núverandi leikskólaflóru ásamt því að biðlistar munu tæmast og ætti þetta að ýta við fleiri brottfluttum eyjamönnum sem eru að láta skort á leikskólaplássum aftra flutningi til eyja.

Almenn ánægja virtist ríkja meðal foreldra með þessar tillögur Vestmannaeyjabæjar sem hafa verið í vinnslu allaveganna síðustu 2 mánuði. Nú bíða allir spenntir eftir því hvað verður, því ef ekki næst næg þáttaka til að opna deildinna þarf að skoða aðrar lausnir/úrræði.

Þeir foreldrar sem vilja skrá börnin sín á 5 ára deildina þurfa að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 15. Maí, hægt er skrá sig með því að að senda tölvupóst á ghb@vestmannaeyjar.is eða með því að hringja í síma þjónustuversins 488 2000.

Allar nánari upplýsingar varðandi 5 ára deildina veita:
Guðrún Helga Bjarnadóttir ghb@vestmannaeyjar.is s:488 2000
Erna Jóhannesdóttir erna@vestmannaeyjar.is s: 488 2000

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.