Fyrning valdi gjaldþroti útgerða

7.Maí'09 | 12:31
Öll útgerðarfélög landsins verða orðin gjaldþrota eftir sjö ár verði fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna að veruleika. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lýst yfir vilja til að gera breytingar í sjávarútvegsmálum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að stefna flokkanna sé að kalla inn aflaheimildir í áföngum, það er að farið yrði svokölluð fyrningarleið.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar. Fyrning upp á 5% myndi leiða til þess að sjávarútvegurinn í núverandi mynd verði gjaldþrota á 7 árum. Fólkið sem tali fyrir þessu geri sér enga grein fyrir afleiðingunum, segir Sigurgeir Brynjar. Þetta leiði til þess að bankakerfið hrynji aftur og eftir sitji fátæk þjóð sem hafi tapað öllu sínu. Fyrningarleið leiði auk þess til slæmrar umgengni við fiskistofna. Engin langtímasjónarmið verði í heiðri hjá þeim sem nýti fiskimiðin.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.