Mesta rigning sem hefur mælst í Eyjum í 128 ár

6.Maí'09 | 06:29

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

 VEÐURSTOFAN hefur nú staðfest að nokkur úrkomumet féllu í nýliðnum apríl, sem var mikill rigningarmánuður víða á Suðurlandi og einnig vestan til á Norðurlandi.

Nokkur mánaðarúrkomumet féllu. Á Kvískerjum mældust 523,7 millimetrar og hefur ekki mælst meiri úrkoma á íslenskri veðurstöð í apríl. Eldra met var sett á Kvískerjum í apríl 1984, en þá varð heildarúrkoman 520,7 mm. Aprílúrkomumet voru sett á fleiri stöðvum. Þeirra merkust eru að mati Trausta Jónssonar veðurfræðings nýtt met í Vestmannaeyjum, en þar hefur verið mælt frá 1881, og á Eyrarbakka þar sem einnig hefur verið mælt frá 1881, en með nokkrum hléum. Met var sett í Vík í Mýrdal (mælt frá 1926) og á mörgum stöðvum á vestanverðu Norðurlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 100 mm sem er 70% umfram meðallag, á Akureyri mældist úrkoman 27 mm, 20% undir meðallagi.

Apríl reyndist mjög hlýr. Meðalhiti í Reykjavík var 5,0 stig eða 2,1 stigi ofan meðallags. Þetta er tíundi hlýjasti apríl frá upphafi samfelldra mælinga 1870. Á Akureyri var meðalhitinn 3,5 stig, 1,9 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 5,7 stig og er það 2,9 stigum yfir meðallagi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is