Hætt við sumarlokun á flugvellinum í Eyjum

6.Maí'09 | 15:31

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum verður opinn til klukkan 23 frá mánudegi til föstudags frá og með 15. maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi hjá Flugstoðum ohf. í gær, í kjölfar gagnrýni frá íþróttahreyfingunni í Eyjum um fyrirhugaða styttingu þjónustutíma flugvallarins yfir sumartímann.
Þetta var ein af þeim aðgerðum sem var ætlað að ná rekstrarkostnaði Flugstoða niður um 60 milljónir króna á árinu. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að ekki sé búið að útfæra það hvar fjármunir sem átti að spara með styttri opnunartíma í Eyjum verði fengnir. Hann segir að breytingin hefði aukið kostnað íþróttaliða frá Vestmannaeyjum sem hefðu hugsanlega þurft að gista yfir nótt á fastalandinu í stað þess að geta flogið heim síðla kvölds eftir leiki.

„Það er ánægjulegt að okkur skyldi takast að tryggja þessa opnun flugvallarins. Það hefur alltaf legið fyrir að við vildum koma til móts við þarfir íþrótthreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Með þessu teljum við okkur gera það hvað þetta sumar varðar," segir Róbert Marshall sem hefur unnið að málinu ásamt fulltrúum Flugstoða síðustu daga.

www.sudurlandid.is greindi frá

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.