Loftleiðir og Vestmannaeyjar

5.Maí'09 | 07:42

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Þegar Alfreð Elíasson og félagar komu heim frá flugnámi í Kanada svipuðust þeir um eftir tækifærum fyrir flugfélagið sem þeir hugðust stofna. Þeir sáu að Vestmannaeyjar voru ákjósanlegur staður að fljúga á vegna þess að þangað var ekki flogið.

En það var enginn flugvöllur í Vestmannaeyjum og bað þáverandi flugumferðarstjóri, Agnar Kofoed Hansen þá um að fara þangað og kanna hvort það væri hægt að byggja flugvöll þar. Þeir gerðu það og komust að því að það væri hægt. En þeir hófu flug til Vestmannaeyja áður en flugvöllurinn var lagður, flugu lítilli vél sem tók aðeins tvo farþega. Þegar flugvöllurinn kom, hófu Loftleiðir áætlunarflug þangað og líka samkeppnisaðilinn, Flugfélag Íslands. Loftleiðir skírðu fyrsta Þristinn sinn (DC-3) Helgafell til heiðurs Vestmannaeyingum.

Það var mikil samkeppni og þar sem flugpantanir fóru margar um skiptiborð símstöðvarinnar, var mikilvægt að þekkja símadömurnar, því þær gáfu samband við það flugfélag sem þeim var þóknanlegt.  Sigurður Gunnsteinsson heitinn, sem vann fyrir Loftleiðir þar á tímabili, sjarmeraði símadömurnar til að tryggja að Loftleiðir fengju fleiri farþega. Hann sagði að mannlíf í Eyjum hafi gerbreyst þegar reglulegt flug hófst þangað.

Það voru Loftleiðir sem tengdu Vestmannaeyjar við meginlandið með loftbrú sinni.

Um þetta er meðal annars fjallaði í heimildarmyndinni um Alfreð Elíasson og Loftleiðir sem frumsýnd verður í Sambíóunum í Kringlunni, Keflavík og Akureyri 6. maí 2008.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.