Kvartað undan hanagali við lögregluna

5.Maí'09 | 06:55

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið, en eitthvað var um stympingar við skemmtistaði bæjarins en þó liggja engar liggja fyrir.  

Í vikunni var kvartað til lögreglu vegna hana sem galaði í morgunsárið alla morgna þannig að ekki væri svefnfriður. Í samtali við eiganda hanans sagði hann að haninn galaði alltaf um kl. 07:00 í þeim tilgangi að reka hænurnar út úr hænsnakofanum.

Aðfaranótt 3. maí sl. var lögreglu tilkynnt um eld á svæði Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja, en eldur reyndist vera í bílhræi sem þar var.  Slökkviliðið var kallað út og réð það niðurlögum eldsins á skömmum tíma.  Lögreglu bárust upplýsingar nokkru eftir að eldsins varð vart, um þann sem þarna var að verki og var hann handtekinn undir morgun.  Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn, sem er á þrítugsaldri, að hafa kveikt eldinn. Hann tengist ekki öðrum brunum sem hafa verið til rannsóknar að undanförnu.  Málið telst að mestu upplýst.

Aðfaranótt 1. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á girðingu fyrir utan Faxastíg 6b.  Sást til tveggja dökkklæddra manna sem þarna voru að verki en þrátt fyrir leit lögreglu fundust þeir ekki.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um þá sem þarna voru að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Undir kvöld þann 27. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um tvo unga menn sem voru að skjóta á hross með loft-skammbyssu.  Þar sem greinagóð lýsinga var á þessum mönnum fundust þeir fljótlega og viðurkenndi annar þeirra að hafa verið að skjóta á hrossin. 

Þann 1. maí sl. breyttist útivistatími barna og ungmenna. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22:00. 13 til 16 ára ungmenni mega vera úti til klukkan 24:00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.  Hins vegar mega ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára vera á almannafæri eftir kl. 24:00 ef þau eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.  Rétt er að benda á að þrátt fyrir þessar reglur hafa foreldrara og forráðamenn barna og ungmenna að sjálfsögðu heimild til að stytta útivistatímann.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).