Vinnslustöðin tapaði 200 milljónum í fyrra

4.Maí'09 | 09:11

VSV vinnslustöðin

Tap Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á síðasta ári var tæplega 1,2 milljónir evra eða um 200 miljónum kr. Til samanburðar var 7 milljón evra hagnaður, eða um 1,2 milljarður kr. á rekstrinum á árinu 2007.
Í tilkynningu um uppgjör ársins segir að ársreikningaskrá hefur gefið félaginu leyfi til að birta uppgjör sitt í evrum frá 1. janúar 2008 og er það því birt í þeirri mynt frá þeim tíma. Samanburðartölur fyrir árið 2007 eru þýddar úr krónum yfir í evrur , samkvæmt IFRS reikningsskilastöðlum, á árslokagengi 2007 sem þá var 91,2

Heildartekjur félagsins voru 63,1 milljónir evra og jukust um 1,5 milljónir evra frá fyrra ári. Tekjur fiskvinnslu lækkuðu um tæpar 1,3 milljónir evra og tekjur útgerðar lækkuðu lítillega en tekjur vörusölu, endursölu mjöls og lýsis, jukust töluvert frá fyrra ári eða um 2,6 milljónir evra.

Veltufé frá rekstri nam tæpum 5,2 milljónum evra á árinu og var 8,2% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri dróst saman um 54% frá fyrra ári þegar það nam 11,3 milljónum evra.

Afskriftir lækkuðu um 2,7 milljónir evra frá fyrra ári og námu 4,9 milljónum evra. Lækkunin felst fyrst og fremst í aukafyrningum sem komu til á fyrra rekstrarári en ekki á þessu rekstrarári.

Niðurstaða fjármagnsliða var neikvæð um 10,8 milljónir evra. Gengistap nam 8 milljónum evra en á árinu 2007 var gengishagnaður 3,7 milljónir evra.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%