Eldur í lýsisskipi

4.Maí'09 | 22:31
Um sexleytið í dag var tilkynnt um eld í lýsisflutningaskipi sem lá við bryggju í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum.
Allt tiltækt slökkvilð var kallað út. Þegar að var komið var nokkur reykur í vélarúmi skipsins en áhöfninni hafði tekist að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Reykkafarar fóru niður í vélarrúm og gengu úr skugga um það að engin eldur væri laus. Eftir það var vélarrúmið reykræst. Eldsupptök voru þau að sjóðheitpústgrein hafði losnað úr festingu sinni og kveikt í nærliggjandi efni.
Skipið West Stream er 3500 tonna lýsisflutningaskip skráð Nassau á Bahamaeyjum. Það hafði komið til Vestmannaeyja í morgun til þess að taka 2200 tonna lýsisfarm og voru þegar kominn um780 tonn af lýsi um borð í skipið þegar eldurinn varð laus.

Að sögn slökkviliðsstjórans,Ragnars Baldvinssonar, er alltaf hætta á ferðum þegareldur verður laus við kringumstæður sem þessar en betur fór en á horfði og er það að þakka snöggum viðbrögð áhafnar og slökkviliðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.