Þéttleikinn enn til staðar

2.Maí'09 | 12:09

Apar

Rokksveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum sem vann Músíktilraunir 2006 hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þétt og kraftmikil spilamennska einkennir plötuna.
Sveitin hefur unnið að plötunni í tæp tvö ár og um upptökur sá Magnús Øder sem hefur starfað með Lay Low og Benny Crespo"s Gang.
Söngvarinn og gítarleikarinn Gísli Stefánsson segir að Foreign Monkeys hafi þróast mikið síðan hún vann Músíktilraunir. „Þetta er ekkert sama band þótt grunnurinn sem gaf þennan sigur sé enn þá til staðar, þessi þéttleiki. Svo áttum við hitt allt inni," segir hann.

Nokkrar breytingar hafa orðið á sveitinni síðan hún vann Músíktilraunir. Söngvarinn Bjarki Sigurjónsson hefur sagt skilið við hana auk þess sem gítarleikarinn Leifur var ráðinn til starfa. Í stað þess að fá nýjan söngvara tóku Gísli og bassaleikarinn Bogi við keflinu og syngja öll lögin á nýju plötunni fyrir utan eitt sem Bjarki syngur. Textarnir eru af ýmsum toga og syngja þeir meðal annars um bankarán, hatur sitt á ástarlögum, gaur sem lætur alla vaða yfir sig og apann sem prýðir umslag plötunnar. Lögin sjálf eru sérlega kröftug og minna oft á Queens of the Stone Age.

Gísli segir að Músíktilraunirnar hafi komið að góðum notum því bæði fengu þeir í verðlaun hljóðverstíma og utanlandsferð. „Við þurfum eiginlega að nota þennan stimpil til að minna á okkur, þá kveikir fólk. Annars getur þetta verið hvaða band sem er. Við erum líka heppnir því við fengum fínan útgáfusamning," segir hann og á þar við Record Records.

Fyrsta smáskífulag plötunnar, Love Song, hefur þegar fengið að hljóma á íslenskum útvarpsstöðum og náði m.a. á topp 20 á X-Dominos listanum. Annað lag, Molla, er jafnframt komið í spilun. Bæði sýna þau að þar fer rokksveit sem á tvímælalaust framtíðina fyrir sér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.