Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá Vestmannaeyjabæ.

1.Maí'09 | 06:59

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær mun ráða hóp af starfsmönnum sem munu skipa útivinnuflokk við Þjónustumiðstöð. Ekki verður um að ræða hin hefðbundnu blóma- og sláttugengi heldur mun þessi útivinnuflokkur sinna þeim störfum sem til falla hverju sinni, gróðursetningu, slætti, umferðarmerkingum, malbikun, umhverfishreinsun og öðru því sem þörf er á. Reiknað er með að hópurinn hefji störf í kringum mánaðarmótin maí-júní.

Flokkstjórar í Vinnuskóla.
Vestmannaeyjabær auglýsir eftir að ráða flokksstjóra í Vinnuskóla. Mun sú starfsemi verða með hefðbundnu sniði.

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Óskað er eftir starfsmönnum í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Um er að ræða umsjón með upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem starfrækt verður í Vosbúð.

Íþróttamiðstöð - hlutastörf
Óskað er eftir starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í sumar. Um er að ræða hlutastörf og þurfa umsækjendur að standast hæfnispróf sundstaða. Unnið er á morgun- kvöld- og helgarvöktum.
 

Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á slóðinni

http://www.vestmannaeyjar.is/sumarstarf/

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).