Fásinna að sjálfstæðismenn í Árborg hafi unnið gegn Árna

30.Apríl'09 | 10:48

xd sjálfstæðisflokkurinn

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Árborg, afneitar með öllu í yfirlýsingu hér á Sunnlendingi að hann hafi tekið þátt í atlögu að Árna Johnsen þar sem kjósendur hafi verið hvattir til að strika yfir nafn Árna í kosningunum. „Það er algjör fásinna að við Sjálfstæðismenn í Árborg höfum staðið fyrir skipulögðum útstrikunum á Árna Johnsen Alþingismanni," segir í yfirlýsingunni.

Í viðtali við héraðsfréttablaðið Fréttir í Vestmannaeyjum, sem kom út í gær, ber Árni flokksfélaga sína í Árborg mjög þungum sökum og kennir þeim um að 17% kjósenda Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi hafi strikað yfir nafn hans í Kosningunum. „...ég veit að það var sett af stað batterí á Árborgarsvæðinu mér til höfuðs, bæði af ungliðum og eldri flokksmönnum. Þau hringdu út, sögðu fólki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika mig út," segir Árni.

Sömu sökum ber Árni þá frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem koma af Árborgarsvæðinu. „Verst þykir mér þegar frambjóðendur á listanum á Árborgarsvæðinu taka þátt í þessu," segir Árni Johnsen í viðtalinu.

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Árborg, segir Árna vega mjög ómaklega að sjálfstæðismönnum í Árborg með ásökunum sínum. „Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir mig, sem formann fulltrúaráðs Árborgar, hvort maður á að leggja heiður sinn að veði til þess að vinna fyrir slíka menn," segir Ólafur.

Tekið af www.sunnlendingur.is

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is