Frekar í stjórnarandstöðu en gefa eftir ESB-aðild

28.Apríl'09 | 06:34

Róbert Marshall

Róbert Marshall, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segir að meirihluti þjóðarinnar vilji að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Hann segir að takist Samfylkingunni ekki að semja um aðildarumsókn við myndun ríkisstjórnar ætti hún frekar að vera í stjórnarandstöðu en gefa það mál eftir.
Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Róbert í dag.

Í blaðinu kemur fram að Róbert hafi varið síðustu viku kosningabaráttunnar í Vestmannaeyjum, en að hans mati var slagurinn harðari þar en annars staðar.

„Þar var á brattann að sækja. Við þurftum að glíma við hræðsluáróður vegna hugmynda okkar um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni og vegna stefnu okkar um ESB-aðild," segir Róbert. Hann tekur hins vegar fram að vel hafi gengið að ræða við fólk á málefnalegan hátt.

Tekið af Pressan.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is