„Rangt að frelsa Keikó"

28.Apríl'09 | 11:23

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Vísindamenn, sem tóku þátt í því verkefni að frelsa háhyrninginn Keikó og koma honum aftur í sitt náttúrulega umhverfi, segja nú að ekki hafi verið rétt að frelsa hann þar sem aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á því að hann gæti lært að lifa úti náttúrunni.  Þetta kemur fram á vefnum New Scientist.

Jafnvel þótt mönnum finnist það falleg tilhugsun að sleppa dýri sem lengi hefur verið fangið eru mjög miklar líkur á því að það stofni lífi þess og velferð í hættu," segir  Malene Simon, vísindamaður við stofnunina Greenland Institute of Natural Resources. 

Segir hún mjög ung dýr, sem hafi verið mjög stutt í haldi manna, vera einu hvaldýrin sem tekist hafi að aðlaga lífinu í sjónum að nýju.

Keikó var fangaður við Ísland árið 1979. Hann lék í kvikmyndinni Free Willy árið 1993 en varði stórum hluta ævi sinnar einangraður frá öðum háhyrningum  í litlu búri í skemmtigarði í  Mexíkó. Hann var fluttur til Íslands árið 2000 af samtökunum Free Willy-Keiko Foundation.

Reynt var að þjálfa hann upp í að sjá um sig sjálfur en það tókst ekki. Hann nærðist illa og sótti stöðugt til manna. Samkvæmt staðsetningarmælingum kafaði hann einungis niður á 26 metra dýpi en algengt er að háhyrningar haldi sig á  50 til 75 metra dýpi.

Þá sást Keikó einungis einu sinni blanda geði við aðra háhyrninga þann 30. júlí árið 2002. Hann yfirgaf þá hins vegar til að sækja aftur til manna. Sama sumar synti hann til Noregs þar sem hann drapst í desember sama ár, líklega af völdum lungnabólgu. Hann var þá talinn vera 26 ára.

„Þegar Keiko kom til  Noregs leitaði hann með virkum hætti í samskipti við menn með því að synda að bátum og fólki," segir Simon. „Eftir nokkra daga varð hann síðan mjög daufur og hélt sig við lítinn bát, sennilega til að forðast ágang sífellt stækkandi hópa fólks sem reyndu að fanga athygli hans."

Þá segir hún vísindamenn Greenland Institute of Natural Resources nú telja að hefði Keikó lifað hefði verið best fyrir hann að fá að vera í umsjón þjálfara sinna í víkinni þar sem hann drapst. „Þar gat hann synt ein mikið og hann vildi, fengið eins mikið af frosinni síld, sem hann var mjög hrifinn af, og hann vildi og verið í tengslum við fólkið sem hann var tengdur og hélt honum virkum," segir hún.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).