Lundaveislan

27.Apríl'09 | 11:39

Lundir lundar

Ég rak augun í að doktor í fuglafræði taldi að það væru 750.000 lundapör í
Eyjum. Ekki veit ég hversu nákvæm þessi talning er en ég reiknaði til gamans,
og sömuleiðis til að opna augu fólks fyrir áhrifum veiða á gangverk
náttúrunnar, að bara lundinn í Eyjum þarf þá að éta 400 tonn á hverjum degi,
m.a. af sandsíli.  Ætla má að lundinn hér við land þurfi að étai um 1.500 tonn á dag.
Vestmannaeyingum var um skeið meinað að hreinsa upp höfnina
sína og ná upp nokkur hundruð tonnum af dauðvona síld sem er á við tveggja
daga matarskammt lundans. Síldin er sólgin í sandsíli og seiði annarra fiska,
tekur vel til matar síns og nær örugglega að grisja rækilega ýsu-, þorsk- og
loðnuseiði. Það getur vel verið að með hreinsunaraðgerðum í Vestmannaeyjum
hafi Vestmannaeyingar bjargað einhverjum lundapysjum frá sulti. Ella væru
einhverjar líkur til að síldin hefði afétið lundann.

Það sem er kristaltært í mínum huga er að þótt við drögum okkur út úr
lífríkinu og hættum veiðum er ljóst að aðrir nytjastofnar staflast ekki upp,
s.s. síld, loðna og þorskur, heldur mun vistkerfið halda áfram sinn vanagang.
Stofnar rísa og hníga.

Maðurinn tekur tugfalt minna út úr vistkerfinu en aðrir dýrastofnar. Fuglar og
spendýr hafsins láta greipar sópa um sjávargæðin en maðurinn heldur sig til
hlés. Þjóð sem stendur illa peningalega en hefur alla þessa þekkingu ætti ekki
að tvínóna við að auka veiðar í stað þess að berja hausnum við reiknilíkön sem
hafa bara gefið eina niðurstöðu niðurskurðog hana má afsanna.

Sigurjón Þórðarson
líffræðingur

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).