Vissi að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri ofmetið í Vestmannaeyjum

26.Apríl'09 | 12:25

Róbert Marshall

Róbert Marshall er nýr þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann segist mjög þakklátur með þann stuðning sem honum er sýndur og segist hafa vitað að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hafi verið ofmetið. Því hafi hann einbeitt sér þar síðustu vikuna fyrir kosningar og það hafi skilað sér. Hann vill fara strax í aðildarviðræður við Evrópusambandið og vill stuttar stjórnarmyndunarviðræður.

„Ég bjóst nú alveg við að ég yrði inni en maður veit svosem aldrei. Ég reyndi að fara sem víðast og tala við sem flesta og kynna stefnu flokksins. Við vorum í þeirri einkennilegu stöðu í þessari kosningabaráttu að andstæðingurinn talaði meira um okkar stefnu en sína og beitti miklum hræðsluáróðri. Við gættum þess hinsvegar allan tímann að ræða okkar málefni sem skilaði þessum árangri á endanum," segir Róbert.

Hann segir úrslit kosninganna vera skýr skilaboð til stjórnvalda um að þjóðin vilji fara strax í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Menn geti síðan farið með þann samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Stjórnarmyndunarviðræðurnar eiga að taka skamman tíma það er enginn tími fyrir brúðkaupsdaga sem eru liðnir, við tókum þá út á þessum áttatíu dögum. Nú er bara að spýta í lófana og halda áfram."

Nokkuð hefur verið rætt um útstrikanir á listum víða og hefur nafn Björgvins G. Sigurðssonar efsta manns á lista flokksins í Suðrukjördæmi verið nefnt þar. Róbert telur hinsvegar að staða Björgvins sé sterk.

„Ég var nú bara að vakna og hef engar tölur séð varðandi það. En það er um stöðu Björgvins að segja að í þessum kosningum hefur hann farið í gegnum opið prófkjör þar sem allir gátu tekið þátt. Hann síðan sem oddviti listans hefur unnið mikinn sigur og bætt við sig heilum þingmanni. Því held ég að það sé skoðun kjósenda á hans framgöngu."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.