Risa diskó hátíð í eyjum næstu helgi

26.Apríl'09 | 19:03

Páll Óskar

Það verður öllu til tjaldað og glimmerið ekki sparað í Vestmannaeyjum um næstu helgi þegar risavaxinn diskó hátíð verður í eyjum.

 

það er Diskónefndin sem mun setja hátíðina í Höllin Vestmanneyjum föstudaginn 1. maí með ræðu frá formanni nefndarinnar, en stuttu eftir það hefst svo geðveikin með hinum eina og sanna Tísku-Guð "Mika Frurry", en sá sjóðheiti drengur mun taka nokkur heimsfræg lög og stjórnar tískusýningu frá Eyjabæ ásamt henni Zelmu Ragnars.

Diskó flokkurinn ÞÚ & ÉG (Helga Möller og Jóhann Helga) koma öllum í réttan fíling eins og hinn yndisfagri Herbert Guðmundsson „80s kóngur", en hann mun taka nokkur vel valinn lög sem allir þekkja. Svo er það rúsínan í pylsu endanum, en það er hinn eini sanni Páll Óskar sem mun halda uppi stuðinu fram eftir morgni og klára föstudagskvöldið.

Á laugardagskvöldinu heldur svo gleðin áfram á Volcano Café, en þá munu plötusnúðarnir Daddi "Diskó" (Bjarni Ólafur) og Kiddi "Bigfoot" þeyta skífum að allkunnri snilld inn í nóttina. Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða á staðnum.. Heyrst hefur að Ölver „Break" Jónsson muni mæta og taka upp nokkur gömul spor, ásamt Höffu K (Hafdísi Kristjáns) sem vonandi mun sýna „freastyle" dans ef hún er ekki tognuð..

Að sjálfsögðu munu allir mæta í fötum og með hárgreiðslur frá þessu tímabili annað ógildir miðann og telst vera svindl.... þetta verður sem sagt alvöru diskó hátíð þar sem grifflur verða í loftinu og glimmer mun svífa um eyjuna fögru. Þannig að takið frá helgina 1 og 2 Maí og skellið ykkur til Eyja...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.