Frelsi - Hugmynd eða veruleiki?

25.Apríl'09 | 06:23

Jórunn

Nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir ný gildi og nýja stefnu í íslensku þjóðfélagi þar sem jöfnuður manna á milli mun stuðla að aukinni farsæld til handa okkur öllum, ungum sem öldnum. Jöfnuður sem stuðlar að auknu frelsi einstaklinga til athafna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni.
Frelsi í mínum huga snýst um það að því að hafa val um ákvarðanir sínar óháð efnahag, búsetu eða kynferði. Til að svo megi vera þarf að jafna kjörin.

Staða þjóðarbúsins er alvarleg eftir áratuga óstjórn þeirra sem stjórnast hafa af einkahagsmunum fjármagnseigenda. Gera þarf upp reikningana við nýfrjálshyggju og auðhyggju undanfarinna ára og kjósendur kjósa um samfélag framtíðarinnar.  Besta tryggingin fyrir því að ný gildi verði fest í sessi við stjórn landsins er sterk staða VG. Það ásamt vel heppnuðu samstarfi núverandi stjórnarflokka leggur góðan grunn að því velferðarsamfélagi sem við viljum búa í.

Réttlæti og samfélagsleg ábyrgð
Réttlæti og samfélagsleg ábyrgð  er ekki ósanngjörn krafa í íslensku samfélagi.  Við þurfum að reisa opið og lýðræðislegt velferðasamfélag. Lykilatriði í þeim efnum er að hafa ávallt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi og leggja áherslu á jafnræði á milli samfélagslegra- efnahagslegra og umhverfislegra þátta.

Áherslur
Við þurfum að tryggja hag heimila og fjölskyldna og stuðla að heilbrigðu samfélagi þar sem hægt er að treysta því að unnið sé af heiðarleika. Aukum lýðræði og vinnum gegn spillingu með auknu gegnsæi og upplýsingagjöf til almennings. Tryggjum fleiri störf í hefðbundnum framleiðslugreinum. Blásum til sóknar í landbúnaði og matvælaframleiðslu með markaðsátaki í útflutningi. Sköpum fleiri störf í greinum sem dregist hafa saman eða verið hafa í niðurníðslu undanfarin ár. Leggjum áherslu á nýsköpun, menningu og ferðaþjónustu. Styðjum við bakið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Veitum Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði aukin framlög sem og Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélögum á landsbyggðinni. Styrkjum menningu sem auðlind og stöndum vörð um rannsóknir og vísindastarfsemi.  Slíkar áherslur dæma mengandi orkufrekar stóriðju úr leik. Það gengur ekki að setja öll eggin í sömu körfu. Til að svo megi vera þarf  traustan efnahag með öflugri hagstjórn og ráðdeild í ríkisfjármálum svo efla megi orðspor Íslands og hefja það til vegs og virðingar á ný.

Jórunn Einarsdóttir, kennari
Skipar 3. sæti VG í suðurkjördæmi

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.