Við hvað ertu hræddur?

24.Apríl'09 | 05:19

Helgi Ólafs

Á morgun kjósum við um framtíð landsins. Ætlum við að láta ríkið hanna þessa framtíð eða ætlum við að sjá um þá hönnun sjálf? Kosningarnar á morgun eru ólíkar kosningum undanfarinna ára að því leiti að skilin milli hægri og vinstri eru skýr.

Nú þegar alþjóðlega efnahagskreppa leikur landið grátt gefst kjósendum kostur á að velja á milli tveggja kosta í endurreisninni. Viljum við fara leið vinstriflokkanna og treysta á miðstýrt  ægivald ríkisins og reyna að skattleggja okkur út úr vandanum eða ætlum við skapa einstaklingum þannig umhverfi að þeir hafi tækifæri á að vinna sig sjálfa útúr vandanum? Ætlum við að kæfa niður allan kraft og frumkvæði með höftum og sköttum eða ætlum við að treysta fólkinu í landinu til þess að ráðstafa sjálft því fé sem það vinnur sér inn? Ætlum við mæta fjárlagahallanum með því að skattpína þjóðina eða ætlum við að beyta sanngjörnum niðurskurði og fjarlægja það fitulag sem víða hefur safnast utan á rekstur ríkisins á undangengnum uppgangsárum?

Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki valdið kreppunni sem skekur heiminn, og ekki síst okkur Íslendinga, eru skiljanlega margir sárir flokknum. Fallið var sárt, enda úr háum söðli að falla, því undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna var búið að skipa Íslandi á bekk meðal fremstu þjóða heims.

En nú þegar á brattan er að sækja þarf fólk að gera það upp við sig hvort það vilji hugmyndir vinstrimanna sem snúast um að gera áframhaldandi eymd bærilegri eða hvort það vilji lausnir sem eru til þess fallnar að vinna okkur upp úr eymdinni hratt og örugglega. Ætlum við að vera svo hrædd við það að falla aftur að við liggjum áfram í flöt jörðinni?

Viljir þú lausnir sem geta komið okkur hratt og örugglega upp úr eymdinni mætir þú á kjörstað á morgun og setur X við D. Ef þú villt ekki liggja áfram í jörðinni af hræðslu við að falla á ný, lætur þú ekki sárindi þín eftir síðasta fall verða til þess að þú leggir ekki þitt að mörkum. Ef kosningarnar fara eins og skoðanakannanir gefa til kynna verður áframhaldandi ríkisstjórn vinstriflokkanna staðreynd. Þeir sem ekki mæta á kjörstað eða velja að skila auðu eru í raun að samþykkja áfram haldandi vinstristjórn, því þeir gera ekkert til þess að hafa áhrif úrslit kosninganna.

Úræði Sjálfstæðisflokksins eða áframhaldandi úrræðaleysi eru valkostirnir í kosningunum á morgun.

Munið að autt atkvæði er atkvæði með vinstristjórninni.
 
Helgi Ólafsson
Formaður Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is