Niður með svartsýnina - upp með trú á framtíðina!

24.Apríl'09 | 05:13

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Vestmannaeyingar hafa jafnan verið bjartsýnir á framtíð sína og byggðar sinnar. Dæmin í gegnum tíðina sanna það, ekki eitt, heldur fjölmörg. Í þessu sambandi nægir að nefna þann kraft sem hér ríkti í upphafi 20. aldar þegar Vestmannaeyingar voru í fararbroddi í vélbátavæðingunni. Þá má nefna það afrek að koma vatni frá meginlandinu til Eyja, baráttuna í Heimaeyjargosinu o.s.frv.
Nú bregður hins vegar svo við að fram á ritvöllinn og í spjallinu hefur komið hver Sjálstæðismaðurinn á fætur öðrum til þess að telja kjarkinn úr Vestmannaeyingum.

Þessir einstaklingar sjá ekkert nema svart og hvetja fólk jafnvel til þess að pakka saman og koma sér í burtu því hér sé ekkert nema hörmungar fram undan. Þessi framtíðarsýn þeirra Sjálfstæðismann er svo úr takt við þær hugmyndir sem Vestmannaeyingar hafa haft fram til þessa að furðu sætir. Þess vegna er ég líka viss um að fólk almennt hneykslast á þessari framtíðarsýn Sjálfstæðismanna því hún er svo fáránleg. Og í kosningunumm á laugardaginn hljóta þeir, sem hefur komið til hugar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, að velta því alvarlega fyrir sér hvort flokkur þvílíkrar svartsýni eigi skilið að fá atkvæði og hvað þá völd. Er nokkurt vit í því að kjósa yfir sig flokk sem sér ekkert nema svart í framtíð byggðarlagsins?

Hins vegar er kannski rétt að rifja hér upp að á valdatíma Sjalfstæðisflokksins hefur Vestmannaeyingum jafnt og þétt farið fækkandi svo skiptir hundruðum. Þar tala staðreyndirnar sínu máli. Að því leyti til má segja að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið að virka.

Nú er hins vegar tækifæri til að snúa við af braut Sjálfstæðismanna og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þótt aðstæður séu erfiðar í meira lagi eftir áralanga ótjórn Sjálfstæðisflokksins og hrunsins sem sá flokkur og Framsóknarflokkurinn leiddu yfir þjóðina er vissulega von um betri tíð framundan. Það gerist með því að kjósa til valda flokka sem hafa trú á þessari framtíð en hafna þeim flokkum sem hvorki hafa þá trú né heldur getu til að stjórna í ljósi reynslunnar.
Vinstri hreyfingin- grænt framboð er flokkur sem vill, getur og þorir að takast á við þau stóru vandamál sem framundan eru,Vinstri græn eru flokkur sem sem segir satt og dregur ekkert undan. Kjósendur vita nákvæmlega fyrir hvar Vinstri græn standa og þess vegna eru Vinstri græn rökréttur kostur til framtíðarinnar.

Ég óska öllum Vestmannaeyingum gleðilegs sumars.

Ragnar Óskarsson

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is