Alþýðubandalagið veitir styrki til líknar og félagsmála

24.Apríl'09 | 11:39

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í gær, sumardaginn fyrsta veitti Aþýðubadalagsfélag Vestmannaeyja styrki til nokkurra félagasamtaka og stofnana í Vestmannaeyjum. Af því tilefni var boðað til hófs á Kaffi Kró og styrkirnir veittir. Í ávarpi sem Ragnar Óskarsson flutti var við það tækifæri sagði m.a.:

Alþýðubandalagsfélag Vestmannaeyja sem nú er hætt starfsemi sinni sem stjórnmálaflokkur átti á seinni hluta síðustu aldar og þar til nýlega húsnæði sem notað var undir starfsemi félagsins en að auki var í hluta húsnæðisins atvinnustarfsemi af ýmsu tagi, s.s verslanir og prentsmiðja svo eitthvað sé nefnt. Þegar starfsemi Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks var hætt samþykkti félagið að selja húsnæðið og nota söluverð þess til að styrkja og efla málefni sem  lúta að líknar- og samfélagsverkefnum. Frá því að þetta gerðist er liðinn nokkur tími en snemma á þessu ári barst tilboð í húsnæðið og þar með var teningnum kastað, húsnæðið var selt.

Nú er því komið að því að nota andvirði sölunnar í  samræmi við það sem félagið hafði ákveðið.
Stjórn Alþýðubandalagsfélags Vestmannaeyja settist niður og fór yfir möguleika til afhendingar styrkja og eftir nokkrar vangaveltur varð niðurstaðan sú að boða ykkur hingað til að  taka við styrk til starfsemi ykkar og ykkar félaga. Þannig vill Alþýðubandalagsfélag Vestmannaeyja sýna ykkur þakklætisvott fyri það mikilvæga og ósérgjarna starf sem þið innið af hendi og hafið gert um lengri eða skemmri tíma. Við viljum jafnframt með þesssum styrk minnast þeirra fjölmörgu og góðu Alþýðubandalagsfélaga sem með vinnu sinni gerðu okkar ágæta félagi kleift að eignast það húsnæði sem við erum nú með þessum hætti að færa samfélagi okkar hér í Vestmannaeyjum. 

Sumardagurinn fyrsti varð fyrir valinu vegna þess að hann er  jafnan tákn um bjarta tíð og með því látum við í ljós von okkar um að þeir styrkir sem hér verð veittir megi með einhverjum hætti stuðla að bjartri tið fyrir ykkar störf. Þeir sem hljóta styrkina eru:
1. Þroskahjálp
2. Íþróttafélagið Ægir
3. Sambýlið
4. Hamar
5. Kvenfélagið Líkn
6. Einhugur
7. Dvalarheimilið Hraunbúðir
8. Björgunarfélag Vestmannaeyja
9. Slökkvilið Vestmannaeyja
10. Slysavarnardeildin Eykyndill
11. Vestmannaeyjadeild Rauða kross Íslands

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).