Framkvæmdastjóra ÍBV sagt upp

22.Apríl'09 | 11:49
Framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur verið sagt upp störfum. Friðbjörn Ólafur Valtýsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, segir að aðalstjórn félagsins hafi gefið honum kost á því að segja starfi sínu lausu. Það hafi hann ekki þegið og í framhaldi hafi sér verið sagt upp formlega 18. apríl síðastliðinn. Friðbjörn segir að í uppsagnarbréfinu sé ekki tilgreind nein ástæða uppsagnar. Stjórn félagsins hafi sagt ástæðuna vera samskiptaörðugleika, þar sem meðal annars var vísað til ummæla Friðbjörns um síldveiðar til fjáröflunar fyrir félagið.
Friðbjörn segir að hann hafi vitað það að ákvörðun um uppsögn sína hafi verið tekin á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags í lok mars. Hann hafi orðið var við óánægju vegna ummæla sinna um síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn um miðjan mars. Í viðtali við mbl.is tjáði Friðbjörn sig um væntanlegan ágóða af veiðunum og sagði vonir bundnar við að ná um þúsund tonnum í bræðslu. Miðað við 15 krónur fyrir kílóið gæti sá fengur skilað ÍBV um 15 milljónum króna. Haft var eftir Friðbirni að þeirri fjárhæð yrði varið í rekstur meistaraflokks karla í knattspyrnu sem hafi misst einn sinn helsta styrkaraðila á dögunum.

Friðbjörn segir að stjórnarmaður félagsins hafi sagt sig hafa eyðilagt fjáröflunina með ummælum sínum um síldveiðarnar. „Það láðist alveg að biðja mig um að þegja. Það sem ég taldi ævintýri fyrir félagið reyndist vera tabú sem ég hafði ekki verið látinn vita af að ekki mætti tala um," segir Friðbjörn Ólafur Valtýsson í samtali við Suðurlandið.is

Friðbjörn tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV í febrúar 2007. Hann segir að verið sé að semja um starfslok en hann muni láta af störfum 1. maí. Aðspurður um hvað taki við segir hann ekkert ákveðið en að hann hafi mörg járn í eldinum.

Aðalstjórn ÍBV vill að svo komnu máli ekki tjá sig um uppsögnina.

Tekið af www.sudurlandid.is

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%