víst ertu baugs

21.Apríl'09 | 11:43

Róbert Marshall

Árni Johnsen minnti félagsmenn í Akóges á borgarnesræðuna, forsetann og klappstýrur útrásarinnar á fundi sem við sátum í gærkvöldi ásamt öðrum frambjóðendum.

Ég sagðist hafa haldið að flokkar sem væru að skila til baka ofurstyrkjum í skiptabú Jóns Ásgeirs, Hannesar Smára og Björgólfs myndu ekki fara inná þessar brautir.

Þá kom hún. Lygasetningin sem rann án áreynslu og kom djúpt innanúr músarhjartanu:

-Samfylkingin skuldar Stöð 2 100 milljónir fyrir sjónvarpsauglýsingar. Fleðulegt bros Árna sneri beint út í sal. Þetta var eins og í leikriti. Menn verða ótrúlega ljótir þegar þeir ljúga.

-Það gerum við ekki, sagði ég.

-Víst, sagði Árni Johnsen.

 

Þeir eru samt Baugsflokkurinn. Ég hafði heyrt ávæning af þessari vandræðalegu skröksögu frá flokknum með troðfullu vasana af útrásarstyrkjunum en þarna var frambjóðandinn að segja þetta við mig fyrir framan 70 manns.

Þetta er ósatt. Slúður, lygi, óhróður og ósannindi en tilgangurinn helgar meðalið.

http://www.marshall.is/

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.