Stjórnarflokkarnir í Suðurkjördæmi á öndverðum meiði í Evrópumálum

21.Apríl'09 | 05:30

Bjöggu Björgvin

BJÖRGVIN G. Sigurðsson, efsti maður á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, telur að samstarf við VG komi ekki til álita eftir kosningar nema Evrópumálin verði leyst.
Atli Gíslason, efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði á framboðsfundi Ríkisútvarpsins á Selfossi í gærkvöldi að flokkurinn væri ekki tilbúinn til að fara í aðildarviðræður við ESB. „Afstaða okkar er klár, við göngum gegn ESB," sagði Atli nánar spurður um þetta.

Björgvin sagði að Evrópumálið væri langmikilvægasta málið nú. Samfylkingin seldi það mál ekki aftur, skyti framtíðinni ekki á frest. „Ég tel að samstarf eftir kosningar komi ekki til álita nema Evrópumálið verði leyst þar," sagði Björgvin þegar hann var spurður hvort hann útilokaði samstarf við VG vegna þessa máls.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, túlkaði þessi ummæli á þann veg að líkur á vinstri stjórn væru að minnka og tók fram að það teldi hún gleðiefni.

Sveifla á Suðurnesjum
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru með mest fylgi í Suðurkjördæmi, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í gær, Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi en VG sækir verulega á.

Fylgið dreifist á misjafnan hátt um kjördæmið. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í Vestmannaeyjum en aðeins um 22% atkvæða á Suðurnesjum þar sem hann hefur haft sterka stöðu á undanförnum árum. Aftur á móti er Samfylkingin með 38% atkvæða á Suðurnesjum og aðeins 10% í Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is