Hreinsunardagur á Heimaey 2009

21.Apríl'09 | 15:52

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Hinn árlegi hreinsunardagur á Heimaey, þar sem félagasamtök taka sig saman og hreinsa ákveðin svæði á Heimaey verður haldinn 9.maí nk.

Forsvarsmenn félagasamtaka eru beðnir að hafa samband við félagsmenn sína og boða svo þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-5030 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 8. maí n.k.
Þeir sem standa utan félaga en hafa áhuga á að taka þátt í hreinsunardeginum eru einnig hvattir til þess skrá sig.

Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir - mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir - sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Hugmyndin er að byrjað verði kl. 10.00 og verið að til kl. 12.00. Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar við Ráðhúsið.
Nánari upplýsingar verða svo settar inn á vef Vestmannaeyjabæjar þegar nær dregur, www.vestmannaeyjar.is.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.