Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna
21.Apríl'09 | 08:58Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fimm ökumenn fengu sekt fyrir ólöglega lagningu ökutækja sinna, þar af fjórir í Skvísusundi. Þá var einn ökumaður staðin að hraðakstri á Strandvegi en hann mældist á 91 km/klst. en eins og ökumenn eiga að vita er hámarkshraði á Strandvegi 50 km/klst.
Þann 16. apríl sl.var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu við Sjúkrahúsið. Sá er tjóninu olli stakk hins vegar af án þess að tilkynna um atvikið. Talið er að atvikið hafi átt sér stað þann 16. apríl sl. á milli kl. 09:00 og 10:00.
Þann 19. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem stóð á bifreiðastæðinu við Vöruval og hafði sá sem tjóninu olli ekki fyrir því að tilkynna um óhappið. Lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um þessi tvö tilvik um að hafa samband.

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-