Áfengisprófið gleymdist

21.Apríl'09 | 05:28

Lögreglan,

ÖKUFERÐ gestkomandi manns í Vestmannaeyjum í september í fyrra endaði ekki vel. Hvorttveggja var að maðurinn tók bílinn traustataki og að auki var hann undir áhrifum vímuefna enda lauk bíltúrnum með því að bíllinn rakst tvívegis utan í umferðarmerki.
Þegar lögregla yfirheyrði manninn viðurkenndi hann að hafa stolið bílnum og að hafa ekið ölvaður. En þegar maðurinn kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands nýlega neitaði hann því að hafa verið ölvaður en hefði hins vegar verið undir áhrifum lyfsins Tafil.

Dómur yfir manninum féll í gær og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld og akstur undir áhrifum lyfja. Dómarinn sagðist þó ekki geta sakfellt manninn fyrir ölvunarakstur þar sem hvorki var tekið blóð- né þvagsýni úr honum þegar hann var handtekinn.

Um hálfrar milljónar króna bótakröfu bíleigandans var vísað frá dómi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is