Hugmyndir okkar Frjálslyndra ganga út á það að allir Íslendingar geti fengið að stunda frjálsar handfæraveiðar

18.Apríl'09 | 06:15

Goggi gella

Steingrímur J. og Vinstri grænir eru allt í einu farnir að lofa því rétt fyrir kosningar að strandveiðar verði gefnar frjálsar, en þegar kaflinn hérna að neðan er lesinn, kemur í ljós að við eyjamenn og aðrir sunnlendingar fáum ekkert út úr þessu, en bara svo það sé alveg á hreinu, þá hefur hingað til verið tekið ca. 1200 tonn af aflaheimildum frá Eyjamönnum og sett í þennan svokallaða byggðakvóta, fyrst af sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokks og nú af Sjávarútvegsráðherra Vinstri grænna. Hugmyndir okkar Frjálslyndra ganga út á það að allir Íslendingar geti fengið að stunda frjálsar handfæraveiðar, en ekki bara þeir sem fyrst og fremst koma úr kjördæmum þessara núverandi og fyrrum ráðherra. 
Skipting landssvæða
i. Landinu verði skipt í svæði. Við skiptingu heildarmagns á landsvæði verði höfð hliðsjón af skiptingu byggðakvótans.
ii. Engöngu verði heimilt að veita báti leyfi til strandveiða á því svæði sem hann á heimahöfn enda skal báturinn skráður innan landsvæðis og gerður þaðan út. Hagsmunir sveitarfélaga innan svæðis verði með þessu tryggðir.
iii. Afla verði landað innan viðkomandi landsvæðis til vinnslu innanlands.
Sérstök frekari skilyrði
i. Hámarksstærð báta verði15 brúttótonn.
ii. Bátur hafi veiðileyfi.
iii. Allur afli verði vigtaður og skráður skv. gildandi reglum.
iv. Meðferð afla skv. gildandi reglum (t.d. slæging/ísing).
Veiðistjórnun
i. Eingöngu verði leyfilegt að nota handfæri.
ii. Fjöldi handfærarúlla í hverjum bát verði takmarkaður.
iii. Veiðitímabil hefjist 1. maí og endi 31. ágúst (frá júní reynsluárið).
iv. Veiðitímabil skiptist í eins mánaðar tímabil til að dreifa veiðiálagi og auðvelda stjórnun veiðanna.
v. Eingöngu verði heimilt að stunda veiðar á virkum dögum.
vi. Hver dagróður verði að hámarki 12 klst.
vii. Ákveðinn verði leyfilegur hámarksafli sem báti er heimilt að veiða á hverjum degi.
viii. Ef á því er talin þörf verður mögulegt að setja hámark á fjölda báta innan svæðis til að tryggja sanngjarna hlutdeild vítt og breytt um landið.
ix. Gert er ráð fyrir hóflegu leyfisgjaldi á reynsluári til að mæta eftirlits- og stjórnunarkostnaði.
Framkvæmd og eftirlit
i. Fiskistofa hafi eftirlit og fari með aðra stjórnsýslulega framkvæmd strandveiðanna.
ii. Brot á reglum/skilyrðum veiðanna varði skilyrðislausri sviptingu réttar til strandveiða.

Það var góður fundur á Selfossi í gær með bændasamtökunum, en það sem vakti mesta athygli mína eru spurningar sem komu um það, hvernig ætti að fara að því að mæta hinu fyrirsjáanlega tapi á ríkissjóði, bæði á þessu og næsta ári. Hjá okkur Frjálslyndum er þetta alveg skýrt, við teljum að það sé óhætt að auka þorskkvótann nú þegar um 100 þúsund tonn. Við teljum einnig að það sé ekki verjandi annað en að skoða þann möguleika að auka aflaheimildir í öðrum tegundum. Einnig að vegna hins gríðarlega slæma atvinnuástands og efnahagshruns, sé ekki annað verjandi en að virkja allt sem hægt er að virkja og nýta allar okkar auðlindir til þess að skapa störf og atvinnu. Merkilegt nokkuð, þá kom engin annar flokkur með neinar lausnir og svo heyrir maður í útvarpinu í dag, að Samfylkingin er að boða, svipað og aðrir flokkar, 6000 ný störf á vegum ríkisins. Ef við skoðum þetta nánar þá hljómar þetta mjög undarlega, því eins og áður hefur komið fram, þá er ríkissjóður tómur, svo hvar á að sækja fjármagn í þessi nýju ríkisstörf? Jú, sennilega með því að lækka laun hjá öðrum ríkisstofnunum og hækka skatta, en því erum við Frjálslyndir alfarið á móti.
Bændur herjuðu mikið á Samfylkinguna vegna afstöðu þeirra til ESB, en eitthvað lítið var um svör, en bara svo það sé alveg á hreinu, að gefnu tilefni, við Frjálslyndir höfnum algjörlega inngöngu inn í ESB.
Höfundur er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).