Lundinn er kominn til eyja

17.Apríl'09 | 07:11

Lundi

Í gær fóru félagarnir Þorbjörn Víglundsson sjóari og Gunnlaugur Erlendsson rollubóndi út í Brand til að undirbúa fyrir vatnssöfnun sumarsins, á leiðinni til baka úr Brandinum sáu þeir lunda á flugi.

Lundan sáu þeir við Fjósin í Stórhöfða og svo sáu þeir fleiri lunda inn í Höfðavík. Nú verðum við bara að vona að heilu breiðurnar séu á leiðinni og að nægt og rétt æti verið fyrir fuglinn.

Á síðasta ári fluttum við frétt um lundakomu einum degi fyrr en Þórarinn Sigurðsson sá lunda á flugi við Kaplagjótuna þann 15.apríl.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.