Ferjuhöfn undirbúin

17.Apríl'09 | 05:56

Bakkafjara

STARFSMENN Suðurverks hafa unnið allan sólarhringinn alla daga ársins við undirbúning Landeyjahafnar. Verkið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum Dofra Eysteinssonar framkvæmdastjóra.
Sprengingum í námu á Seljalandsheiði, flokkun grjótsins og flutningi niður að Markarfljóti lýkur um miðjan maí. Samhliða er unnið að lagningu nýs vegar að höfninni, meðal annars með smíði brúar á Ála sem hér sést með Heimaey í baksýn. Í kaffitímum má sjá fjölda tækja við kaffiskúrinn. Þegar allt grjótið verður komið í farveg Markarfljóts mun ánni verða veitt austur fyrir hrúgurnar, grjótinu ekið niður sandinn og notað í varnargarða. Gerð verða göng undir Suðurlandsveg til að trukkarnir þurfi ekki að fara yfir þjóðveg. Þetta er verkefni níutíu starfsmanna Suðurverks næstu mánuðina og unnið að því af sama krafti og hingað til.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-