Vilja flytja ferðamenn í Surtsey

16.Apríl'09 | 06:12

Surtsey

Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi, hefur fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, sótt um leyfi til Surtseyjarstofu að fá að flytja um hundrað ferðamenn út í Surtsey í sumar. Surtsey, sem er á heimsminjaskrá, hefur verið friðuð síðan 1965 í þágu rannsókna en hugmyndin er að flytja ferðamenn­ina með þyrlu frá Heimaey.
Það er vikublaðið Fréttir sem greina frá þessu í dag. Kristín segir í samtali við blaðið að með umsókninni sé ekki verið að ógna lífríki Surtseyjar.

„Töfraorðið í ferðaþjónustu í dag er nýsköpun, og ef þetta er ekki öflug nýsköpun þá veit ég ekki hvað," sagði Kristín og lagði áherslu á að auðvitað verði þetta aldrei gert nema í sátt og samráði við Náttúrustofu Suðurlands og Surtseyjarstofu.

„Þarna sé ég borðleggjandi tekju­lind fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrir liggja metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu Eldheima/Pompei norð­ursins með Surtseyjarsýningu og jarðsögu Vestmannaeyja. Fjár­magnið, sem fengist af þessari takmörkuðu opnun Surtseyjar, nýtist vel til að fjármagna þessa uppbygg­ingu nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar erfitt er að fá peninga til allra menningarverkefna."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.