Birkir Ívar er fremstur meðal jafningja

16.Apríl'09 | 05:34

Birkir Ívar

DEILDARMEISTARAR Hauka eiga þrjá menn í úrvalslið 15. til 21. umferðar N1-deildar karla í handknattleik auk þess sem besti leikmaður þessa tímabils kemur einnig úr röðum þeirra, það er Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður.

 Hinir tveir leikmenn Hauka sem skipa liðið eru hornamaðurinn Freyr Brynjarsson og stórskyttan Sigurbergur Sveinsson. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn þjálfari síðasta þriðjungs deildarkeppninnar og Akureyri þótti hafa skapað bestu umgjörð á heimaleikjum sínum. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Akureyrarliðið hreppir þetta hnoss.

Úrvalslið 15.-21. umferðar N1-deildar karla er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum, vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum, miðjumaður: Valdimar Fannar Þórsson, HK, hægri skytta: Bjarni Fritzson, FH, hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val, þjálfari: Gunnar Magnússon, HK, besta umgjörð: Akureyri.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).