Bæjarstjóri sendir heilbrigðisráðherra opið bréf

16.Apríl'09 | 17:40

Í dag sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri bréf á Ögmund Jónasson, heilbrigðisráðherra varðandi lokanir á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í sumar. Bréfið má lesa hér að neðan:

Hr. Ögmundur Jónasson
Heilbrigðisráðherra

Mikil umræða hefur verið í Vestmannaeyjum seinustu daga vegna meintrar ákvörðunar um að skurðstofu skuli lokað í einn og hálfan mánuð í sumar.  Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur þegar fjallað um þetta mál og komið skoðun sinni til yðar.  Á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn Vestmannaeyja og fulltrúum Heilbrigðisstofnunar fyrir fáeinum vikum kváðust þér hafa fullan skilning á sjónarmiðum heimamanna og tekið yrði tillit til þeirra í sparnaðaraðgerðum.

Vestmannaeyjabæ hafa ekki borist frekari fregnir hvað varðar lokun skurðstofu.  Slíkt veldur talsverðum óþægindum því talsvert er leitað til Vestmannaeyjabæjar eftir svörum hvað þetta varðar.

Rétt er að benda á að nú þegar hafa hundruð Eyjamanna skrifað undir undirskriftalista með svohljóðandi forskrift:

"Í sumar stendur til að loka skurðstofunni í Vestmanneyjum í um einn og hálfan mánuð. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda verður nauðsynleg þjónustu skert til muna og öryggi bæjarbúa lagt í hættu. Sem dæmi þurfa barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra að gera sérstakar ráðstafanir til þess að eiga börn sín í Reykjavík, leigja sér íbúð með tilheyrandi kostnaði eða vera upp á aðra komnar þar á þessum tímamótum í lífi sínu"

Undirritaður tekur undir hvert orð í þessari forskrift.  Enn fremur er minnt á þá miklu hættu sem lokun skurðstofu í Vestmannaeyjum hefur í för með sér fyrir íbúa og gesti. Þá skal enn og aftur minnt á sérstöðu Vestmannaeyja hvað varðar atvinnuhætti og landfræðilegalegu.

Ég óska hér með eftir tafarlausum upplýsingum um það hvort að til standi að loka skurðstofunni við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í einhvern tíma í sumar. Sé svo hversu langan tíma verður þá þar um að ræða.  Þá óska ég einnig eftir upplýsingum um það hvort afstaða læknaráðs Heilbrigðisráðs Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja liggi fyrir hvað varðar sumarlokun skurðstofu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.