Bæjarstjóri sendir heilbrigðisráðherra opið bréf

16.Apríl'09 | 17:40

Í dag sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri bréf á Ögmund Jónasson, heilbrigðisráðherra varðandi lokanir á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í sumar. Bréfið má lesa hér að neðan:

Hr. Ögmundur Jónasson
Heilbrigðisráðherra

Mikil umræða hefur verið í Vestmannaeyjum seinustu daga vegna meintrar ákvörðunar um að skurðstofu skuli lokað í einn og hálfan mánuð í sumar.  Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur þegar fjallað um þetta mál og komið skoðun sinni til yðar.  Á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn Vestmannaeyja og fulltrúum Heilbrigðisstofnunar fyrir fáeinum vikum kváðust þér hafa fullan skilning á sjónarmiðum heimamanna og tekið yrði tillit til þeirra í sparnaðaraðgerðum.

Vestmannaeyjabæ hafa ekki borist frekari fregnir hvað varðar lokun skurðstofu.  Slíkt veldur talsverðum óþægindum því talsvert er leitað til Vestmannaeyjabæjar eftir svörum hvað þetta varðar.

Rétt er að benda á að nú þegar hafa hundruð Eyjamanna skrifað undir undirskriftalista með svohljóðandi forskrift:

"Í sumar stendur til að loka skurðstofunni í Vestmanneyjum í um einn og hálfan mánuð. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda verður nauðsynleg þjónustu skert til muna og öryggi bæjarbúa lagt í hættu. Sem dæmi þurfa barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra að gera sérstakar ráðstafanir til þess að eiga börn sín í Reykjavík, leigja sér íbúð með tilheyrandi kostnaði eða vera upp á aðra komnar þar á þessum tímamótum í lífi sínu"

Undirritaður tekur undir hvert orð í þessari forskrift.  Enn fremur er minnt á þá miklu hættu sem lokun skurðstofu í Vestmannaeyjum hefur í för með sér fyrir íbúa og gesti. Þá skal enn og aftur minnt á sérstöðu Vestmannaeyja hvað varðar atvinnuhætti og landfræðilegalegu.

Ég óska hér með eftir tafarlausum upplýsingum um það hvort að til standi að loka skurðstofunni við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í einhvern tíma í sumar. Sé svo hversu langan tíma verður þá þar um að ræða.  Þá óska ég einnig eftir upplýsingum um það hvort afstaða læknaráðs Heilbrigðisráðs Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja liggi fyrir hvað varðar sumarlokun skurðstofu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).