Að hafa ekkert fram að færa

16.Apríl'09 | 16:40

Heiða

Þekktur bandarískur stjórnmálamaður sagði í viðtali nýverið að ástæðan fyrir því, að svo mikið væri um neikvæðar auglýsingar og umræðu í bandarískum stjórnmálum, væri fjöldi stjórnmálamanna þar í landi sem hefðu ekkert markvert að segja. Og í staðinn fyrir að segja ekki neitt þá væri betra að tala illa um andstæðinginn, rægja hann og reyna að hræða fólk frá stuðningi við hann. Það er eina leið þeirra, sem ekki hafa frá neinu að segja, þegar kemur að ágæti þeirra eigin stefnu.
Skrif ungra íhaldsforkólfa á vegum Eyverja á netmiðlum undanfarið hafa verið þessu marki brennd, þ.e. þeir virðast ekki hafa nægjanlegt sjálfstraust eða nægjanlega trú á stefnu síns flokks til þess að skrifa um hana og reyna fá fólk til fylgis við hana. Greinaskrifin eru til marks um þá stórkostlegu málefnafátækt sem hrjáir Sjálfstæðismenn þessa dagana enda ber þar hæst hræðsluáróður í upphrópunarstíl og dylgjupólítík, sem Sjálfstæðismenn kunna reyndar manna best. En eftir höfðinu dansa limirnir eins og sagt er.

Þetta er í sjálfu sér mjög vel skiljanlegt þar sem við horfum nú upp á gjaldþrot þeirrar stefnu sem þessi ágæti flokkur hefur fylgt á undanförnum árum. Minnihlutastjórn vinstri flokkanna er nú að störfum sem skilanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er upptekinn við að hreinsa upp skítinn eftir átján ára valdatíð flokksins. Í staðinn fyrir að leggjast í naflaskoðun á því hvað aflaga hefur farið og spyrja sig nauðsynlegra spurninga um forsendur vel heppnaðrar endurreinsar - t.a.m. með hvaða hætti peningamálum verður best fyrirkomið á Íslandi til framtíðar - þá leggjast ungliðarnir í ómerkilegar árásir á einstaklinga í öðrum flokkum og hræðsluáróður.

En spurningin, sem kjósendur verða að svara í kjörklefanum, er sú hvort flokki sem ástundar slík vinnubrögð sé treystandi til þess að leiða okkur út úr kreppunni - kreppu sem er tilkomin vegna þeirra eigin stefnu. Eru dylgjur og hræðsluáróður líklegar leiðir til þess að koma okkur standandi út úr þeirri kreppu sem við okkur blasir vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár? Ég held ekki.

Heiða Björg Árnadóttir
Meðstjórnandi í Uglu - ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.