Kostnaður vegna fjölgunar leikskólaplássa 25 milljónir á ári

15.Apríl'09 | 05:59

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð fundaði í gær og var fyrsta mál á dagskrá ráðsins að fara yfir niðurstöður í lögsókn Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum vegna ólögmæts samráðs. Bæjarráð fagnar niðurstöðu héraðsdóms og felur bæjarstjóra að reka málið áfram fyrir Vestmannaeyjabæ og sækja það fyrir hæstarétti verði því áfrýjað þangað.

Erindi frá Ólafi Þ. Snorrasyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 40 milljónir kr. skv. fundargerð framkvæmda-og hafnarráðs frá 17. mars sl.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitinguna. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að meta þörfina fyrir heildarendurskoðun á fjárhagsáætlun í ljósi þess að tekjur Vestmannaeyjabæjar eru að dragast verulega saman á sama tíma og útgjöld eru að aukast. Þá er bæjarstjóra falið að meta þörfina fyrir frestun á verklegum framkvæmdum í samræmi við samþykkt bæjarráðs.

Úrræði til að mæta fjölgun barna á leikskólaaldri
Fjölgun barna á leikskólaaldri leiðir af sér að biðlisti í leikskóla stækkar. Að öllu óbreyttu verður ekki hægt að taka inn öll 18 mánaða börn og eldri inn í leikskólann í haust. Skapa þarf pláss í leikskóla fyrir um 22-25 börn til að það markmið náist. Á 204. fundi fræðslu- og menningarráðs komst ráðið að því að opnun 5 ára leikskóladeildar við Hamarsskóla væri sú leið sem bæjaryfirvöld skuli helst líta til sem lausn út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Starfsmenn skólaskrifstofu hafa það hlutverk að vinna þá hugmynd áfram.

 Árlegur kostnaður við slíka deild er áætlaður um 25 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir rekstri 5 ára leikskóladeildar í fjárhagsáætlun 2009. Jón Pétursson framkvæmdastjóri, fyrir hönd fræðslu- og menningarráðs, fer fram á heimild bæjarráðs fyrir viðbótarfjárhæð að upphæð 11 milljónir til að hægt verði að opna og reka slíka deild strax í haust.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitinguna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.