Engin sátt getur orðið um fyrningarleið VG

15.Apríl'09 | 12:41

Kap ve VSV

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur birt ítarlega stefnu um sjávarútvegsmál, ekki síst um fiskveiðistjórnunina. Þar segir meðal annars að mikilvægt sé að ráðast í úrbætur á núverandi kerfi. Varanlegasta breytingin og sú sem beinast liggi við að innleiða sé að hefja endurráðstöfun aflaheimilda.
Í stefnuplagginu er rætt um að 5% aflaheimilda verði innkölluð árlega, en til að auðvelda útgerðinni aðlögun að breyttum aðstæðum verði þeim fyrstu sex árin gert mögulegt að halda þremur af þessum fimm prósentum. Þessi þrjú prósent myndi eins konar biðkvóta og greiði útgerðin fyrir hann með sérstökum afnotasamningi við ríkið til sex ára. Að sex árum liðnum bætist þessi þrjú prósent aflaheimilda, ár frá ári, við þær fimm prósenta heimildir sem innkallaðar verði árlega. Þannig að þá verði 8% innkölluð árlega.

Síðan greinir frá tillögum um þrenns konar skiptingu innkallaðra aflaheimilda. Þriðjungi verði endurráðstafað á hverju ári á opinberum leigumarkaði, sex ár í senn, til útgerða en einnig fiskvinnslu, leigutekjur skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Annar þriðjungur aflaheimilda gangi til sveitarfélaga og verði þannig bundinn við sjávarbyggðir umhverfis landið. Síðasti þriðjungur árlega innkallaðra aflaheimilda verði boðinn þeim handhöfum veiðiréttarins sem innkallað er frá, til endurleigu gegn hóflegu kostnaðargjaldi samkvæmt sérstökum afnotasamningi til sex ára í senn.

Hér er aðeins lýst meginlínum þessarar stefnu, margt annað er þar lagt fram til skoðunar, þar á meðal að bannað verði að selja aflaheimildir milli útgerða. Steingrímur J. Sigfússon leggur áherslu á að ná yrði um þetta sæmilegu samkomulagi áður en breytingar tækju gildi. Rætt var við hann og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í Auðlindinni á Rás 1 í morgun. Sigurgeir er mótfallinn fyrningarleið þar sem hugmyndin er að innkalla fiskveiðikvóta í áföngum. Hann hefur farið í gegnum ársreikninga fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir árin 2001 til 2007 og kemst að þeirri niðurstöðu að sjávarútvegurinn þoli ekki álagningu afgjalds fyrir veiðiheimildirnar, nema með mikilli lengingu lánanna.

Hér má hlusta á Auðlindina frá því í morgun.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).